Fréttir

11. desember 2009 15:56

Ný útgáfa tæknihandbókar

Út er komin ný Tæknihandbók B2B í stað þeirrar frá september 2009. Helstu nýjungar eru:

  • Í 5. kafla hefur bæst við vísitöluskeyti.
  • Í 9. kafla eru breytingar á kröfustofnunarskeyti til að styðja betur við rafræna birtingu innheimtukrafna og prenttextann á greiðsluseðlana. Einnig eru breytingar á kröfufyrirspurnarskeytinu til að koma betur til móts við stórnotendur með miklar afkastaþarfir.
  • Í 12. kafla hafa bæst við ný skeyti fyrir rafræna reikninga.

Líkt og í síðustu bók er nýtt efni ársins auðkennt sérstaklega á spássíu þannig að hægt er að fletta hratt í gegnum nýjungar með leitarskipun í Acrobat (leitarorðið er "_nýtt").

Bókin hefur lengst ögn og spannar nú 354 blaðsíður. Það nægir að senda einfalt svar við þessum pósti eða hringja í síma 410 9191 til að fá prentað eintak, gormað og póstsent, án endurgjalds.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar