Fréttir

28. apríl 2009 09:25

Tvö ný svæði í erlendum greiðslum

Í skeytinu LI_Stofna_erlendar_greidslur eru komin tvö ný svæði; reikningsnúmer og skýring reiknings.
Sjá skemamynd.

Fyrir um hálfu ári setti Seðlabanki Íslands nýjar reglur um gjaldeyrismál þar sem þess er krafist af greiðanda að hann geri grein fyrir reikningsnúmeri og skýringu reiknings (n.k. vörulýsingu) í öllum erlendum greiðslum. Fyrirtækjabankanum var strax breytt vegna þessa en B2B notendur hafa í millitíðinni handskráð þessar ítarupplýsingar á netinu, eftir að erlenda greiðsluskeytið er komið í Fyrirtækjabankann. Með breytingunni nú, flytjast téðar ítarupplýsingar beint úr bókhaldinu inn í Fyrirtækjabankann svo ekki þurfi að tvískrá gögnin.

Nýju svæðin bera erlend heiti, til samræmis við aðra nýsmíði og eru staðsett aftast í skemanu, undir viðtakanda:

  • < customer_invoice_number=""> (reikningsnúmer)
  • < customer_explanation=""> (skýring reiknings)

 

Hámarks stafafjöldi reikningsnúmers er 20 stafir og hámarks stafafjöldi skýringar er 50 stafir. Svæðin mega vera blanda af bókstöfum og tölustöfum.

Þó svæðin séu viðskiptalega skilyrt, eru þau af tæknilegum ástæðum skilgreind valkvæð (með brotalínu), svo framsetningarregla skemans sé ekki brotin. Þannig er einnig tryggt að notendur geta áfram handskráð ítarupplýsingar án breytinga í bókhaldskerfi, kjósi þeir svo.

Sambankaskemað tekur engum breytingum vegna þessa, þar eð staðallinn býður ekki erlendar greiðslur.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar