Fréttir

06. apríl 2009 16:37

Breytt svar við fyrirspurn um beingreiðslusamning

Um síðastliðin mánaðamót breyttist svarið í fyrirspurn kröfuhafa um beingreiðslusamning tiltekins greiðanda þannig, að í svæðinu er_til birtist nú True / False í stað 1 / 0 áður.

Virknin er þannig:

True = beingreiðslusamningur er til
False = beingreiðslusamningur er ekki til

Breytingin hefur ekki áhrif á sambankaskemað. Nánari umfjöllun er í kafla 9.10 í  Tæknihandbók B2B.

Til upprifjunar

Með skeytinu er spurt hvort tiltekinn greiðandi er með beingreiðslusamning í einhverjum banka eða sparisjóði, ekki bara í Landsbankanum. Miðað er við gefin gildi (afmörkun). Kjarninn flettir upp í töflu sem uppfærð er daglega, að næturlagi frá Reiknistofu bankanna. Þá er sérstaklega vert að benda á að skeytið virkar fyrir báða málsaðila, hvort sem notandinn er kröfuhafi eða greiðandi. B2B greiðandi getur spurt bankann hvort hann er með beingreiðslusamning út frá innsendum skilyrðum.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar