Fréttir

20. mars 2009 09:35

Breytt útlit innheimtuviðvarana

Í kjölfar nýrra innheimtulaga nr. 95/2008 sem tóku gildi 1. febrúar síðastliðinn (sjá lög og reglugerð) hefur útliti þeirra viðvarana sem bankinn sendir fyrir hönd kröfuhafa, verið breytt:

Reglugerðin kveður m.a. á um hámark innheimtukostnaðar, bann við hlutfallskostnaði, framkvæmd viðvarana og breyttar dagareglur. Eftir gjalddaga kröfu skal kröfuhafi eða innheimtuaðili senda skuldara eina skriflega viðvörun þess efnis að vænta megi frekari innheimtuaðgerða verði krafa eigi greidd innan tíu daga frá sendingu viðvörunar. Viðvörunin er forsenda þess að krafa megi fara til milliinnheimtu og má útsending bréfsins að hámarki bera kostnað sem nemur 900 kr. og er þá óheimilt að leggja frekari kostnað á kröfuna þar til hún er komin í milliinnheimtu. Milliinnheimta getur bæði verið hjá milliinnheimtufyrirtæki eða á vegum kröfuhafa, hafi hann tilskilið innheimtuleyfi.

Um framfylgd laganna

Kominn er sérstakur hnappur í Fyrirtækjabankann á netinu sem kröfuhafar þurfa að smella á einu sinni og samþykkja þannig skilmála um að framfylgja innheimtulögunum. Hvorki Fyrirtækjabankinn né B2B setja hömlur á gildin sem kröfuhafi sendir inn við stofnun krafna. Þá verða heldur engar skemabreytingar framkvæmdar vegna nýju laganna (hvorki í B2B né B2Bws/IOBS) og halda því öll innheimtusvæðin nafni sínu óbreytt áfram.

Reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. Innheimtulög 2008 nr. 95 12. júní

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar