Fréttir

19. mars 2009 15:11

Breytt notkunarskilyrði fyrirspurna

Í gær voru notkunarskilyrði hert í B2B skeytunum LI_Innheimta_fyrirspurn_krofur og LI_Innheimta_fyrirspurn_greidslur á þann hátt að þjónustan skilar villu sé eitt valkvæðu svæðanna banki / hofudbok / numer óútfyllt.

Dæmi fyrir LI_Innheimta_fyrirspurn_krofur:

  • Vilji notandi framkvæma fyrirspurn á mengi krafna, verður að sleppa öllu þrennu; banka, höfuðbók og kröfunúmeri (ekki bara sleppa  kröfunúmeri).
  • Eigi að framkvæma fyrirspurn á staka kröfu, verður að tilgreina allt þrennt; banka, höfuðbók og kröfunúmer.

LI_Innheimta_fyrirspurn_krofur

Dæmi fyrir LI_Innheimta_fyrirspurn_greidslur:

  • Vilji notandi framkvæma fyrirspurn á mengi krafna, verður að sleppa öllu fernu; banka, höfuðbók, kröfunúmeri og gjalddaga.
  • Eigi að framkvæma fyrirspurn á staka kröfu, verður að tilgreina allt fernt; banka, höfuðbók, kröfunúmer og gjalddaga.

LI_Innheimta_fyrirspurn_greidslur

Gildir hér einu hvort kröfuhafi er með innheimtuþjónustu í fleiru en einu bankaútibúi. Eldra fyrirkomulagið hefur stundum valdið misskilningi og er villunni því í raun ætlað í senn að bæta upplýsingagjöf til notandans ásamt því að treysta forvarnir gegn slysaverkum.

Í B2Bws / IOBS er þessu öðruvísi farið, þar er ClaimKey svæðið samsett af banka, höfuðbók og kröfunúmeri í einni seríu og myndar þannig einkvæman lykil innheimtukröfu. Því eru engar breytingar gerðar þar.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar