Fréttir

20. nóvember 2008 13:40

Nýr valkostur við innskráningu í B2B

Í vikunni voru gerðar þær breytingar á aðgangsstýringu B2B að starfsmaður getur innskráð sig með sama notandanafni og lykilorði og hann notar við innskráningu í Fyrirtækjabankann á netinu (FBL). Um er að ræða valkvæða þjónustu sem starfsmaðurinn óskar eftir hjá bankanum.

Vakin er athygli á því að aðgangsréttindi FBL notandans gilda samtímis fyrir B2B leyfið hans. Fái FBL notandinn t.d. aðgang að fleiri bankareikningum fyrirtækisins, nær það einnig yfir B2B leyfið hans.

Kostir þessa eru margvíslegir; sem dæmi má nefna að ábyrgð aðgangsstýringar er færð í auknum mæli til bankans auk þess sem enn öruggara er fyrir þriðja aðila, s.s. bókhaldsstofur að hagnýta tenginguna í nafni fyrirtækisins.

Virkjun B2B leyfis

Til að virkja B2B leyfi Fyrirtækjabankanotanda þarf starfsmaðurinn að óska eftir því hjá sérfræðingum Fyrirtækjabankans í síma 410 9191 eða með tölvupósti til fyrirtaeki@landsbanki.is. Innan skamms munu útibúin einnig geta afgreitt slíkar beiðnir. Eigi starfsmaðurinn ekki notandanafn í Fyrirtækjabankanum, þarf að stofna þann aðgang fyrst í viðskiptaútibúi fyrirtækisins.

Eldra fyrirkomulag áfram í boði

Frá því að B2B vefþjónustan hóf göngu sína árið 2002 hefur verið stofnuð ein tenging fyrir sérhvert fyrirtæki sem skráir sig í þjónustuna. Aðangsstýring sérhvers B2B notanda innan fyrirtækisins hefur þannig ráðist af innskráningu hans í bókhaldskerfið. Sá háttur hefur mikla og ótvíræða kosti og verður því áfram í boði. Núverandi B2B notendur þurfa ekki að tilkynna um það sérstaklega til bankans.


Allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar á Þjónustuborði fyrirtækja í síma 410 9191. Minnum í leiðinni á Þjónustusíður B2B.

Fréttasafn


B2B - 24. mars 2020 10:48

Breyting á dráttarvaxtareglum

Miðvikudaginn 25. mars verður gerð breyting á dráttarvaxtareglum og samhliða verður þeim fækkað úr tólf í sjö.


Nánar