Fjártæknilausnir (API)

Taktu þátt í opnu banka­kerfi

Ertu með hug­mynd að nýrri fjár­tækni­lausn? Taktu þátt í opnu banka­kerfi og nýttu þér API-vör­urn­ar okk­ar til að búa til sér­sniðn­ar fjár­tækni­lausn­ir.

Markaðstorg fyrir framsækna bankaþjónustu

Á markaðstorginu er að finna úrval API-vara sem bankinn býður upp á. Markmið okkar á sviði fjártækni er að styðja myndarlega við ábyrga nýsköpun í landinu og koma til móts við fyrirtæki á fjártæknimarkaði sem móta framtíð bankaþjónustu, viðskiptavinum í hag. Með þeim hætti sýnir Landsbankinn samfélagsábyrgð í verki.

Það er einfalt að byrja

Með innskráningu á markaðstorgið má prófa API-vörur bankans með gerviupplýsingum í vernduðu prófunarumhverfi. Að reynslutíma loknum er hægt að sækja um aðgang að raunumhverfi.

Stigsmunur er á API-vörum út frá eðli þeirra og fjárhagslegu mikilvægi. Vörurnar eru ýmist samningsbundnar eða ósamningsbundnar.

Samningsbundnar API-vörur

Samningsbundnar API-vörur krefjast mats á hæfi notanda. Í kjölfarið undirritar viðkomandi samning við Landsbankann og undirgengst önnur skilyrði bankans.

1. Nýskrá
Skráðu þig á markaðstorgið til að fá aðgang að prófunarumhverfi
2. Tilraunir
Leiktu þér og gerðu tilraunir með prófunargögn
3. Fá lykil
Óskaðu eftir aðgangi að raunumhverfi
4. Samningur
Undirritaðu samning við bankann
5. Smíða í alvöru
Sigraðu heiminn með API-vörum

Ósamningsbundnar þjónustur

Ósamningsbundnar þjónustur eru einfaldari og krefjast hvorki samningsundirritunar né mats á hæfi þátttakanda. Óska má eftir aðgangi að raunumhverfi þegar hentar og er beiðnin þá sjálfkrafa samþykkt.

1. Nýskrá
Skráðu þig á markaðstorgið til að fá aðgang að prófunarumhverfi
2. Tilraunir
Leiktu þér og gerðu tilraunir með prófunargögn
3. Fá lykil
Óskaðu eftir aðgangi að raunumhverfi
4. Smíða í alvöru
Sigraðu heiminn með API-vörum

Hvað er API?

API stendur fyrir application programming interface sem má útleggja sem forritaskil. API er viðmót sem bankinn býður ytri aðilum að tengja sig við með það að markmiði að þróa nýjar vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini Landsbankans.

Öryggi, stjórn og gagnsæi

Nýsköpun í bankaþjónustu er sannarlega til þess fallin að veita ávinning víða í samfélaginu. API-tæknin veitir fjölda spennandi tækifæra en krefst þess ennfremur að þjónustan sé veitt á ábyrgan hátt. Þess vegna leggur Landsbankinn áherslu á þrjár meginreglur um aðgengi og miðlun upplýsinga í fjártækni.

Öryggi
Í fjártæknilausnum Landsbankans njóta viðskiptavinir bankans fyllsta öryggis og verndar eins og í hefðbundnum bankaviðskiptum. Bankinn hannar lausnir sínar með öryggi og persónuvernd í huga og gerir miklar kröfur til öryggisþátta hugbúnaðalausnar fyrirtækja sem nota samningsbundnar API-vörur bankans.
Gagnsæi
Viðskiptavinir Landsbankans hafa ætíð stjórn á því hvaða upplýsingar og réttindi fyrirtæki eða app fær sem stýrir því hvaða aðgerðir er hægt að framkvæma. Viðskiptavinir geta ávallt aftengt app frá þriðja aðila í netbanka Landsbankans og Þjónustuveri bankans.
Stjórnun
Viðskiptavinir Landsbankans hafa ætíð stjórn á tengingu við app frá þriðja aðila og aðgerðum. Viðskiptavinir geta ávallt aftengt app frá þriðja aðila í netbanka Landsbankans og Þjónustuveri bankans.

Hvert stefnir bankaheimurinn?

Framtíð fjártækni er björt í opnu bankakerfi. Með samstarfi banka og fyrirtækja getur fjármálaþjónusta orðið fjölbreyttari og aðgengilegri.

Góðar viðtökur við fyrstu A2A-greiðslulausninni

Fyrr í sumar opnaði Landsbankinn fyrir aðgang að svokallaðri A2A-greiðslulausn, fyrstur íslenskra banka, og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið mikill.

Fjármálaþjónusta á tímamótum

Í ársbyrjun tók gildi í Evrópusambandinu ný tilskipun um greiðsluþjónustu sem er talin fela í sér miklar breytingar á umhverfi bankastarfsemi og því hvernig fólk og fyrirtæki geta framkvæmt bankaviðskipti.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur