Almenn gjaldeyrisviðskipti

Það fer eftir fjárhæð gjaldeyrisviðskipta hvort þau fara fram á skráðu gengi eða markaðsgengi. Þegar viðskipti með fjárhæðir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum (tveimur milljónum íslenskra króna) eiga sér stað er notað skráð gengi viðkomandi dags en markaðsgengi ef fjárhæð viðskipta er yfir mörkum.

Gjaldeyrisviðskipti fara fram í útibúum og  hjá gjaldeyrismiðlun bankans, auk þess sem öll afleiðuviðskipti fara fram þar.

Markaðsgengi fæst með því að viðskiptavinur hefur samband við útibú eða hringir á gjaldeyrisborð bankans í síma 410 7360. Gengið er bindandi af hálfu bankans en er aðeins gilt á þeirri stundu sem það er gefið upp. Viðskiptavinur verður að ákveða strax hvort hann gengur að tilboðinu eða ekki. Gangi hann að því er kominn á bindandi samningur um viðkomandi viðskipti.

Sérkjör

Viðskiptavinum með mikil gjaldeyrisviðskipti er boðið upp á sérkjör sem ákvarðast af umfangi viðskiptanna.

Kynntu þér málið