Gjaldeyrisviðskipti

Landsbankinn veitir þjónustu til allra fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri vegna erlendra viðskipta og stjórn gjaldeyrisáhættu.

Gjaldeyrisviðskipti

Gjaldeyrisviðskipti fara fram hjá útibúum Landsbankans og gjaldeyrismiðlun bankans, sem veitir einnig ráðgjöf varðandi stjórn gjaldeyrisáhættu.

Almenn gjaldeyrisviðskipti

Erlendar greiðslur - SWIFT

Fyrirtæki geta sent erlendum viðskiptavinum sínum SWIFT greiðslur með sjálfvirkum hætti í gegnum netbankann. Kerfið færir greiðslur beint til móttakenda í hvaða landi sem er og sendir þeim greiðslustaðfestingu um leið og greiðslan er innt af hendi.

Erlendar innheimtur

Bankinn tekur að sér fyrir hönd viðskiptavinar/seljanda að innheimta hjá kaupanda andvirði útfluttra vörusendinga. Þá afhendir seljandi bankanum reikninga sem innheimta á, ásamt öðrum skjölum sem hann vill láta fylgja með til erlenda bankans.

Kynntu þér málið