Styrktarsjóðir og hagsmunasamtök

Sérhæfð eignastýring fyrir styrktarsjóði og hagsmunasamtök

Landsbankinn býður Styrktarsjóðum og hagsmunasamtökum sérhæfða eignastýringu. Hagsmunasamtök geta haft ólík markmið og geta þau breyst með skömmum fyrirvara. Verkfallssjóðir, sjúkrasjóðir og félagasamtök falla undir flokk hagsmunasamtaka.

Landsbankinn býður styrktarsjóðum og hagsmunasamtökum eignastýringaþjónustu þar sem við aðstoðum við val á fjárfestingarstefnu og stýrum sjóðunum eftir þeirri stefnu sem valin er. Áður en fjárfestingarstefna er valin er mikilvægt að skoða þætti eins og t.d. hvort ætlunin er að ávaxta höfuðstólinn eða nýta hann til úthlutunar styrkja, hvort úthlutun eigi að vera föst upphæð greidd út með ákveðnu millibili (t.d. árlega) og mögulega skerða þannig höfuðstól á ákveðnum tímabilum.

Sjóðirnir eru gjarnan stofnaðir til að heiðra minningu ákveðins aðila og starfa eftir staðfestri skipulagskrá. Í stjórn sjóðanna eru oft aðilar tengdir uppruna sjóðsins og bakgrunnur getur verið ólíkur. Þar að auki er þekking og reynsla af fjárfestingum mismikil. Mikilvægt er að stjórn sjóða sé samtaka í markmiðum sínum fyrir hönd viðkomandi sjóðs og getum við aðstoðað við þá vinnu.

Kostir eignastýringar

  • Vöktun og stýring fjármuna
  • Persónuleg þjónusta - eigin viðskiptastjóri
  • Losa má fjármagn án fyrirhafnar
  • Regluleg upplýsingagjöf um ávöxtun og markaðsvirði
  • Bankaþjónusta á hagstæðari kjörum
  • Hagstæðari viðskiptakjör í sjóðum

 

Sérfræðingar í eignastýringu lögaðila

Ægir Örn Gunnarsson

Deildarstjóri


Valdimar Agnar Valdimarsson

Viðskiptastjóri

Teitur Páll Reynisson

Viðskiptastjóri


Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir

Viðskiptastjóri

Fræðsluefni

Eignadreifing
– mikilvæg leið til að draga úr áhættu

Efnahagsmál
– efni frá Hagfræðideild

Umræðan
– umræðuvefur Landsbankans