Fyrirtæki

Ávöxtun fjármagns til lengri og skemmri tíma

Eignastýring fyrirtækja er þjónusta sem ætlað er að hámarka virði fjármagns sem flæðir í gegnum fyrirtæki með tilliti til áhættuþols viðskiptavinar og valinnar fjárfestingarstefnu. Landsbankinn býður úrval kosta sem henta ólíkum þörfum, hvort sem fjármagnið er í stýringu til lengri eða skemmri tíma. Þjónustan er sérsniðin að ólíkum þörfum.

Rekstur getur verið margslunginn. Reynslan sýnir að tími og þekking fjármálastjóra, sem og annarra stjórnenda, er helst varið í þætti er snúa að kjarnastarfsemi en ekki að ávöxtun fjármuna fyrirtækis. Þess vegna höfum við þróað þjónustu sem aðstoðar við hámörkun ávöxtunar á fjármagn fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma.

Eignastýring

Ávöxtun til skemmri tíma - Lausafjárstýring

Lausafjárstýringu er ætlað að finna fjármagni sem bestan farveg með því að nýta tækifæri sem skapast á mörkuðum hverju sinni í samræmi við markmið viðskiptavinar. Unnið er í nánu samstarfi við viðskiptavini þar sem áætlanir og rekstraraðstæður geta breyst hratt og því þörf á stöðugri endurskoðun.

Kostir lausafjárstýringar

  • Vöktun og stýring eignaflokka
  • Lágmörkun viðskiptakostnaðar
  • Aðgangur að eigin viðskiptastjóra
  • Aðgengi að sérfræðiteymi Landsbankans
  • Regluleg upplýsingagjöf
  • Tímasparnaður

 

Ávöxtun til lengri tíma – Eignastýring og sérhæfð eignastýring

Í eignastýringu annast viðskiptastjóri öll samskipti við viðskiptavini en sjóðstjórar sjá um að stýra eignum viðskiptavina í samræmi við fyrirfram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Í upphafi velur viðskiptavinur fjárfestingarstefnu í samráði við viðskiptastjóra hjá Eignastýringu þar sem tekið er tillit til áhættuvilja viðskiptavinar og fjárfestingartíma.

Sérhæfð eignastýring er þjónusta sem við bjóðum viðskiptavinum sem eiga meira en 300 milljónir og þarfnast sértækra fjárfestingarleiða. Við sníðum fjárfestingarstefnu að þörfum hvers og eins og stýrum fjármunum í takt við þá stefnu sem mótuð er.

Fjárfestingarráðgjöf – viðskiptavinur stýrir ferðinni

Fjárfestingarráðgjöf hentar þeim sem fylgjast vel með verðbréfamarkaðinum og hafa ákveðnar skoðanir á fjárfestingum. Viðskiptastjóri Eignastýringar er ráðgefandi en viðskiptavinur á síðasta orðið um fjárfestingarákvarðanir. Lágmarksfjárhæð í fjárfestingarráðgjöf er 100 milljónir.

 

Sérfræðingar í eignastýringu fyrirtækja

Ægir Örn Gunnarsson

Deildarstjóri


Valdimar Agnar Valdimarsson

Viðskiptastjóri


Teitur Páll Reynisson

Viðskiptastjóri


Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir

Viðskiptastjóri


Fræðsluefni

Eignadreifing
– mikilvæg leið til að draga úr áhættu

Efnahagsmál
– efni frá Hagfræðideild

Umræðan
– umræðuvefur Landsbankans