Eignastýring

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Eignastýring býður lífeyrissjóðum einnig upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Eignadreifing getur verið mjög vænleg leið til árangurs

Rekstur getur verið margslunginn. Reynslan sýnir að tíma og þekkingu fjármálastjóra, sem og annarra stjórnenda, er helst varið í þætti er snúa að kjarnastarfsemi en ekki að ávöxtun fjármuna fyrirtækja. Daglegur rekstur krefst mikillar athygli og því getur útvistun á ávöxtun fjármuna til sérfræðinga sem til falla í rekstrinum verið hagkvæm lausn.

Fjárfestar ættu ekki að setja öll egg í sömu körfu. Það er ekkert öruggt í heimi fjárfestinga frekar en annarsstaðar. Eignasafn sem er byggt upp af mörgum ólíkum fjárfestingarkostum, innlendum og erlendum, felur í sér mun minni áhættu en fáar líkar fjárfestingar.

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir ólíka hópa.