Lífeyrissparnaður

Landsbankinn býður upp á fjölbreytta valkosti í lífeyrissparnaði sem henta ólíkum markmiðum viðskiptavina. Öllum launþegum ber að greiða í lífeyrissjóð sem er grunnurinn að lífinu eftir starfslok. Viðbótarlífeyrissparnaður er valfrjáls og tryggir lífsgæði og eykur fjárhagslegt sjálfstæði á efri árum.


Skilagreinar og greiðslur

Skilagreinar þurfa að fylgja með skilum á lífeyrisiðgjöldum svo skráning greiðslu fari á réttan mánuð og launþega.

 

Rafræn skil – launakerfi

 • Einföld lausn fyrir þá sem geta sent rafrænar skilagreinar beint úr launakerfum.
 • Sjóðurinn gerir ekki kröfur um sérstakt notendanafn og lykilorð. Launagreiðandi velur slíkt sjálfur sé þess þörf í launakerfi.
 • Krafa myndast í netbanka launagreiðanda, sé þess óskað, eða millifært er á reikning sjóðsins.

Rafræn skil í launakerfi.

Rafræn skil – launagreiðendavefur

 • Fyrir þá sem ekki hafa kost á að senda skilagreinar beint úr launakerfum.
 • Hægt að skrá nýjar skilagreinar, afrita eldri skilagreinar og senda textaskrár.
 • Krafa myndast í netbanka launagreiðanda, sé þess óskað, eða millifært er á reikning sjóðsins.

Launagreiðendavefur

Sjálfvirkar skilagreinar og beingreiðslur

Sjálfstæðir atvinnurekendur með fastar mánaðarlegar greiðslur geta óskað eftir sjálfvirkum skilagreinum með því að senda upplýsingar á lifskil@landsbankinn.is eða í síma 410 7910.

Hægt er að velja um mánaðarlegar beingreiðslur, fá kröfu í netbanka eða millifæra á reikning sjóðsins.Íslenski lífeyrissjóðurinn

Kennitala: 430990-2179
Bankareikningur: 111-26-515255
Númer lífeyrissjóðs:

 • Lögbundinn lífeyrissparnaður: 930
 • Viðbótarlífeyrissparnaður: 929
 • Virk endurhæfingarsjóður: R930

Rafræn skilagrein

Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands

Kennitala: 430269-1519
Bankareikningur: 111-26-107922
Númer lífeyrissjóðs:

 • Lögbundinn lífeyrissparnaður: 730
 • Viðbótarlífeyrissparnaður: 731
 • Virk endurhæfingarsjóður: R730

Rafræn skilagrein

Lífeyrisbók Landsbankans

Kennitala: 471008-0280
Bankareikningur: 100-26-100200
Númer lífeyrissjóðs: 931

Rafræn skilagrein

Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf

Kennitala: 570299-9219
Bankareikningur: 111-26-502960
Númer lífeyrissjóðs: 932

Rafræn skilagrein

Innheimta

Gjalddagi og eindagi iðgjalds

 • Gjalddagi iðgjalda er 10. dagur næsta mánaðar.
 • Eindagi er síðasti virki dagur næsta mánaðar.

Ef iðgjald er ekki greitt fyrir eindaga leggjast á það dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.

Innheimtuferli

 • Aðvörun er send 15. dag næsta mánaðar á eftir eindaga og veittur er 10 daga frestur.
 • Innheimtubréf er sent mánuði síðar hafi greiðsla ekki borist og ekki um hana samið.
 • Skuldin er send í lögfræðiinnheimtu 3 mánuðum frá eindaga.

   

  RSK

  Ríkisskattstjóri sendir árlega upplýsingar yfir vangoldin iðgjöld vegna síðastliðins árs til lífeyrissjóða sem ber að innheimta vangoldin lögbundin lífeyrisgjöld ásamt og áföllnum vöxtum.


  Landsbankinn, Bakvinnsla lífeyrissjóða, Hafnarstræti 10-12, 155 Reykjavík 
  Sími: 410 7910 - Netfang: lifskil@landsbankinn.is