Kreditkort

Kreditkort

Viðskiptakort Landsbankans er hentugt fyrir þá sem ferðast fyrir hönd fyrirtækja og stofnana. Korthafar fá öflugar ferðatryggingar, fríðindi eins og Vildarpunktar Icelandair og geta greitt snertilaust fyrir vörur og þjónustu. Kortunum fylgja einnig bílaleigutryggingar sem getur sparað talsverðar fjárhæðir á ferðalögum.

Snertilausar greiðslur

Kreditkortið er snertilaust kort. Það þýðir að þú getur greitt lægri upphæðir með því einu að leggja kortið að posanum en þarft ekki að stinga því inn í posann eða slá inn PIN-númer nema í upphafi til að virkja kortið eða í öryggisskyni. Hámarksupphæð á snertilausri greiðslu er 7.500 krónur.

Að virkja kreditkortið þitt

Þú virkjar kreditkortið þitt með því að greiða einu sinni með hefðbundnum hætti í posa en þá er kortinu stungið í posann og PIN númerið notað. Þannig virkjar þú aðra eiginleika kortsins og samþykkir um leið skilmála þess. Að lokum þarftu að skrifa nafn þitt á undirskriftarsvæðið á bakhlið kortsins, klippa gamla kortið og eftir það getur þú notað kortið hvar sem er, m.a. snertilaust.

 

Innkaupakort

Innkaupakort hentar vel til kaupa á rekstarvörum og þjónustu sem og til greiðslu á reglulegum útgjöldum s.s. síma og orkureikninga með boðgreiðslum.

 • Engar tryggingar né fríðindi fylgja kortinu.
 • Hægt að fá án plasts.
 • Hægt að fá sem Plúskort.
 • Úttektartímabil er almanaksmánuður.
 • Gjalddagi er 15. næsta mánaðar .
 • Hægt að fá færslur á Færslusíðu og fluttar rafrænt í bókhald.
 • Ekki hægt að taka út pening.
 • Árgjald 2.000 kr.

Almennt viðskiptakort

Gull viðskiptakort

 • Safnar ekki vildarpunktum.
 • Gull viðskipta ferða- og bílaleigutryggingar
 • Priority Pass fylgir sem veitir aðgang að VIP biðstofum á yfir 500 flugvöllum um allan heim gegn gjaldi.
 • Hægt að fá færslur á Færslusíðu og fluttar rafrænt í bókhald.
 • Snertilaus virkni.
 • Árgjald 16.900 kr.

Gull Vildarviðskiptakort

 • Safnar 5 vildarpunktum í Icelandair Saga Club af hverjum 1.000 kr. af allri innlendri verslun.
 • Gull viðskipta ferða- og bílaleigutryggingar
 • Priority Pass fylgir sem veitir aðgang að VIP biðstofum á yfir 500 flugvöllum um allan heim gegn gjaldi.
 • Hægt að fá færslur á Færslusíðu Færslusíðu og fluttar rafrænt í bókhald.
 • Snertilaus virkni.
 • Árgjald 16.900 kr.

Platinum Vildarviðskiptakort

 • Safnar 8 vildarpunktum í Icelandair Saga Club af hverjum 1.000 kr. af allri innlendri verslun.
 • Platinum viðskipta ferða- og bílaleigutryggingar
 • Priority Pass fylgir sem veitir aðgang að VIP biðstofum á yfir 500 flugvöllum um allan heim gegn gjaldi.
 • Hægt að fá færslur á Færslusíðu og fluttar rafrænt í bókhald.
 • Árlegt tengigjald við Icelandair Saga Club er innifalið í árgjaldi og fær korthafi 4.000 Vildarpunkta.
 • Snertilaus virkni.
 • Árgjald 23.500 kr.

Uppfæra í snertilaust kredikort

Landsbankinn vinnur nú að því að skipta út öllum kreditkortum í snertilaus kort. Þú getur uppfært þitt Landsbanka kreditkort strax í snertilaust kort þér að kostnaðarlausu óháð því hvort núverandi kreditkort sé útrunnið eða ekki. Þú getur einnig sótt um öll kreditkort í næsta útibúi eða í þjónustuveri Landsbankans í síma 410 5000.

Uppfæra í snertilaust

 

Neyðaraðstoð og tryggingar

SOS International annast viðlaga- og neyðarhjálp fyrir kreditkorthafa Landsbankans.

Nánar um neyðaraðstoð og tryggingar