Kreditkort

Viðskiptakort

Viðskiptakort Landsbankans er sérlega hentugt fyrir þá sem ferðast fyrir hönd fyrirtækja og stofnana. Korthafar fá öflugar ferðatryggingar og fríðindi tengd ferðalögum. Ekki er hægt að fá Viðskiptakort sem Plúskort.

Ferðatryggingar

Korthafar fá öflugar ferðatryggingar og fríðindi tengd ferðalögum. Kortunum fylgja einnig bílaleigutryggingar sem getur sparað talsverðar fjárhæðir á ferðalögum.

Tryggingafjárhæðir    Tryggingarskilmálar

Tvenna

Handhafi Viðskiptakortsins getur fengið niðurfellt árgjald af sínu persónulega kreditkorti  og þannig haldið fjárhag fyrirtækisins aðskildum frá eigin fjárhag.

Handhafar Gull Viðskiptakorta geta fengið frítt Gullkort fyrir sig persónulega.

Fríðindi

Korthafar fá aðild að Priority Pass sem veitir aðgang að betri stofum á um 500 flugvöllum um allan heim gegn gjaldi.

 

Icelandair Saga Club

Ef Visa kortið er tengt Icelandair Saga Club safnar Silfur Viðskiptakortið 3 vildarpunktum af hverjum 1.000 kr. af allri innlendri verslun, Gull Viðskiptakort 5 punktum og Platinum Viðskiptakort  6 punktum. Við árgjald Silfur og Gull viðskiptakortanna bætist árlegt tengigjald Icelandair Saga Club 1.500 kr.og fást 2.500 punktar í staðinn. Tengigjaldið er innifalið í árgjaldi Platínum kortsins og fær korthafi 4.000 Vildarpunkta árlega.

Innkaupakort

Innkaupakort Landsbankans er ókeypis kreditkort enda er það án allra trygginga. Kortinu er ætlað til kaupa á rekstrarvörum og þjónustu sem og til greiðslu á reglulegum útgjöldum. Kortið kemur í stað beiðna og reikningsviðskipta.

Greiða reglulega reikninga með boðgreiðslum

Tilvalið er að nota Innkaupakort til að greiða reglulega reikninga með boðgreiðslum, s.s. síma- og orkureikninga og er þá kortanúmerið notað án plasts.

 

 

Notkun Innkaupakorta

Landsbankinn býður upp á Visa Innkaupakort sem má nota hjá öllum söluaðilum sem taka á móti kreditkortum, bæði hérlendis og erlendis og eins í vefverslunum. Mögulegt er að stýra notkun kortsins, m.a við úttekt hjá ákveðnum tegundum birgja, lokun á notkun erlendis og á netinu eða setja hámark á mánaðarlega úttekt. Peningaúttektir eru ekki mögulegar.

 

Lengri greiðslufrestur eða Plúskort

Úttektartímabil er almanaksmánuður og gjalddagi er 15. næsta mánaðar.

Einnig er hægt er að fá Innkaupakortið sem Plúskort en þá er greitt inná það fyrirfram en að öðru leiti virkar kortið eins og venjulegt kreditkort.

Færsluvefur

Færsluvefur Visa birtir allar færslur Innkaupakorta og Viðskiptakorta strax daginn eftir kaup. Á færsluvef er hægt að bókhaldsmerkja allar færslur og flytja í fjárhagskerfið.

Góð yfirsýn

Færsluvefir Visa veita góða yfirsýn yfir allar kortafærslur Innkaupakorta og Viðskiptakorta sem eykur kostnaðarvitund starfsmanna.

Góðar aðgangsstýringar eru mögulegar þannig að korthafi sjái aðeins eigin færslur, deildarstjóri sjái færslur á öll kort deildarinnar og fjármálastjórinn færslur á allt fyrirtækið.

 

Sjálfvirkar bókanir

Færsluvefurinn er settur upp sérstaklega til að mæta þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar og endurspeglar fjárhagskerfi þess.

Á færsluvefnum eru færslurnar bókhalds-merktar og geta fyrirtæki sjálf skilgreint færslur til að þær bókist sjálfkrafa þar.

Færslur fluttar í bókhald

Þegar búið er að bókhaldsmerkja allar færslur á færsluvefnum eru þær fluttar rafrænt í fjárhagskerfið.

Tenging er möguleg í öll helstu fjárhagskerfi sem eru í notkun hér á landi eins og DK, Microsoft Dynamics NAV, Microsoft Dynamics AX, SAP, Oracle o.fl.