Inneignarkort

Inneignarkort fyrirtækja

Inneignarkort fyrirtækja er tilvalin lausn fyrir fyrirtæki til að auka þjónustu við sína viðskiptavini og jafnframt auka veltuna. Inneignarkort eru t.d. gjafakort, bensínkort, matarkort o.fl. en eingöngu er hægt að nota þau hjá viðkomandi fyrirtæki. Landsbankinn býður upp á heildarlausn; kerfi til að halda utan um kortin, umbúðir og stjórnendaskýrslur.

Í hnotskurn

  • Hægt er að fá kortin bæði í sérhönnuðu útliti og í stöðluðu útliti með lógói fyrirtækisins.
  • Landsbankinn aðstoðar við gerð umbúða.
  • Landsbankinn býður upp á vefkerfi til að halda utan um sölu og umsjón kortanna sem og stjórnendaskýrslur.
  • Landsbankinn hefur milligöngu með framleiðslu kortanna og umbúða sé þess óskað, auk þess að útbúa upplýsingar á segulrönd kortsins.
  • Eingöngu er hægt að nota kortið hjá viðkomandi fyrirtæki, bæði í posum og í vefverslunum.
  • Frjálsar áfyllingar bæði hjá fyrirtæki,  á vefsíðu fyrirtækisins og í heimabönkum.
  • Landsbankinn útvegar kóða til að fylla á kortið á vefsíðu fyrirtækisins og birta upplýsingar um stöðu kortanna og færslur.
  • Kortin eru rafræn og koma í stað pappírsgjafakorta og inneignarnóta.
  • Kortin eru handhafakort og virka líkt og debetkort en eru án Pinns.
  • Meðal fyrirtækja sem nú eru með inneignarkort fyrirtækja hjá Landsbankanum eru Smáralind, Hagkaup, Harpa, Krónan, Bónus, Fjarðarkaup, Miðborgin okkar í Reykjavík,  ÓB og fleiri.

Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu Landsbankans í síma 410 5000 eða sendu póst á fyrirtaeki@landsbankinn.is.