Innlend kröfufjármögnun

Viðskiptakröfur eru stærsta eign margra fyrirtækja. Með kröfufjármögnun (e. Factoring) gefst fyrirtækjum kostur á lántöku gegn veði í viðskiptakröfum.

Hvað er innlend kröfufjármögnun?

Kröfufjármögnun er rekstrarlán sem ætlað er að fjármagna innlendar viðskiptakröfur. Landsbankinn fjármagnar allt að 85% af höfuðstól krafna, sem losar strax um fjárbindingu fyrirtækja í viðskiptakröfum.

Með þessari fjármögnunarleið er hægt að nýta andvirði útistandandi krafna strax í stað þess að bíða eftir að greiðslufrestur viðskiptavina renni út. Um er að ræða hagkvæma og einfalda fjármögnunarleið sem sparar bæði vinnu og fyrirhöfn. Þessi fjármögnun hentar best fyrirtækjum með kröfusöfn samsett af mörgum greiðendum og kröfum þar sem varan/þjónustan hefur verið innt af hendi.

Hvernig virkar kröfufjármögnun?

Kröfuhafi/kröfuútgefandi fær lánað út á kröfusafn sitt og nær þannig fjármagni inn í reksturinn á skjótari hátt en ef beðið væri eftir greiðslu frá kaupanda. Með þessu gefst fyrirtækjum kostur á að fá aukið rekstrarfé með fjármögnun gegn veði í viðskiptakröfum.

 • A - Kröfufhafi: Kröfufhafi stofnar viðskiptakröfu í netbanka fyrirtækja.

 • B - Greiðandi: Rafrænn greiðsluseðill birtist strax í netbanka greiðenda.

 • C - Landsbankinn: Allt að 85% af andvirði kröfunar er greitt inn á veltureikning fyrirtækisins innan 24 tíma frá útgáfu.

Helstu kostir

 • Styður við vöxt fyrirtækisins þar  sem rekstrarfé eykst í  beinu hlutfalli við aukna sölu.
 • Stuðlar að betri  nýting á fjármunum fyrirtækisins og eykur hagræðingu í rekstri.
 • Gefur möguleika á að greiða birgjum fyrr og ná þannig hagstæðari innkaupum.
 • Hægt er að óska eftir útgreiðslu kröfulánsins samdægurs.
 • Brúar bilið milli lánsviðskipta og staðgreiðslna.
 • Losar um fé sem annars er bundið í óafgreiddum pöntunum eða útistandandi kröfum.
 • Fullkomin yfirsýn í netbanka fyrirtækja.

Allt á einum stað í netbanka fyrirtækja

Í netbanka fyrirtækja er að finna stjórnborð Kröfufjármögnunar með ítarlegu yfirliti yfir kröfuuppgjör, aldursgreiningu krafna, styrkleikaflokkum greiðenda, auk almennra grunnupplýsinga.  Þetta sparar bæði vinnu og fyrirhöfn í greiningu á kröfusafni. Notendur hafa þannig forsendur til að greina frekar kröfusafnið og hvaða svigrúm er til lántöku. Notendur hafa fullt aðgengi að innheimtuþjónustu Landsbankans og geta gert alla kröfugerð í kerfinu sjálfvirka. Notandi hefur þannig yfirlit yfir stöðu allra krafna á hverjum tíma og möguleika á því að veita greiðendum sínum greiðslufresti.

Fullkomin yfirsýn

 1. Yfirsýn á stöðu
 2. Yfirsýn yfir lánshæfi kröfusafnsins
 3. Yfirsýn yfir aldursflokk
 4. Upplýsingar um greiðendur, stöðu krafna og lánshæfi

Sögulegar upplýsingar

Netbankinn birtir eldri tímabil Kröfufjármögnunar sem nýtast bókhaldi jafnt við afstemmingar og gerð árshluta- og ársuppgjörs. Notendur geta skoðað sögu heildarkrafna, lánshæfra krafna, ráðstöfunarfjárhæða og veittra lánsfjárhæða. Allt eru þetta gagnlegar stjórnendaupplýsingar sem nýtast á margvíslegan hátt innan fyrirtækja.