Erlend kröfufjármögnun

Losar um fé sem annars er bundið í útistandandi kröfum.

Hvað er erlend kröfufjármögnun?

Erlend kröfufjármögnun (eða Factoring) með greiðslufallstryggingu frá Coface hentar fyrirtækjum sem eru í útflutningi og eru með fé bundið í erlendum viðskiptakröfum.  Með því að losa um fé sem annars væri bundið í útistandandi viðskiptakröum opnast tækifæri til að auka viðskipti og efla reksturinn. Bankinn fjármagnar allt að 85% af höfuðstól krafna sem losar strax um fjárbindingu fyrirtækja í erlendum viðskiptakröfum. Andvirði útistandandi krafna nýtist strax þar sem ekki þarf að bíða eftir að viðskiptavinir greiði að greiðslufresti liðnum.

Landsbankinn, í samstarfi við franska greiðslufallstryggingafyrirtækið Coface, býður upp á greiðslufallstryggingu þar sem kröfuhafi er tryggður gegn greiðslufalli. Kröfuhafi getur með auðveldum hætti fengið greiðsluhæfismat og greiðslufallstryggingu í gegnum netgátt Coface áður en reikningsviðskipti fara fram. Þetta fyrirkomulag gerir fyrirtækjum kleift að vernda viðskiptakröfur sínar gegn greiðslufalli kaupenda sinna, óháð viðskiptalandi.

Hvernig virkar erlend kröfufjármögnun?

 1. Landsbankinn fjármagnar allt að 85% af höfuðstól kröfu.
 2. Fyrirtæki fær allt að 85% af kröfunni greidd um leið og reikningurinn er gefin út og afganginn þegar greiðandinn greiðir.
 3. Kaupandi greiðir kröfu til Landsankans sem kemur til lækkunar á láni og eftirstöðvar fara til kröfuhafa.
 4. Coface greiðir allt að 90% af fjárhæðinni ef um greiðslufall er að ræða.

Helstu kostir

 • Styður við vöxt fyrirtækisins þar sem rekstrarfé eykst í beinu hlutfalli við aukna sölu.
 • Tryggir fyrirtækið gegn greiðslufalli hjá greiðendum.
 • Auðveldar fyrirtækjum að taka upplýsta ákvörðun um sölu til erlendra aðila.
 • Stuðlar að betri nýtingu á fjármunum fyrirtækisins og eykur hagræðingu í rekstri.
 • Veitir möguleika á að greiða birgjum fyrr og ná fram hagstæðari innkaupum.
 • Lánsviðskipti verða í raun að staðgreiðslu og óvissa um greiðsluflæði minnkar.
 • Hægt er að óska eftir útgreiðslu kröfulánsins samdægurs, eingöngu eru greiddir vextir af þeim hluta sem óskað er eftir að nýta hverju sinni.
 • Viðskiptavinir fá fullkomna yfirsýn yfir stöðu mála í gegnum vefgátt Coface, þar fæst svar samstundis um greiðsluhæfi kaupenda. Þetta sparar viðskiptavinum tíma og kostnað.