Finnum lausnir fyrir þitt fyrirtæki

Við komum til móts við fyrirtæki sem leita til okkar vegna óvæntra aðstæðna.

Við aðstoðum þegar á reynir

Fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við Landsbankann bjóðast ýmis úrræði vegna áhrifa sem þau kunna að verða fyrir vegna Covid-19. Við hvetjum viðskiptavini sem sjá fram á greiðsluerfiðleika að hafa sem fyrst samband við bankann til að fá lausnir og ráðgjöf við hæfi.

Hafðu samband


Stuðningslán

Stuðningslán eru ætluð rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónaveiru þó lánin henti fyrst og fremst smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Stuðningslán geta numið allt að 40 milljónir króna og njóta þau 100% ríkisábyrgðar að fjárhæð 10 milljónir króna en 85% ríkisábyrgðar á fjárhæðir umfram 10 milljónir króna.

Nánari upplýsingar

Viðbótarlán

Viðbótarlán eru ætluð fyrir fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Þau henta fyrst og fremst fyrir meðalstór og stór fyrirtæki og geta numið allt að 1.200 milljónum króna. Ríkið mun ábyrgjast allt að 70% af láninu.

Nánari upplýsingar

 

Tímabundinn greiðslufrestur

Í samræmi við samkomulag fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, sem er hluti af viðbrögðum við efnahagslegum áhrifum Covid-19, geta fyrirtæki nú sótt um að fresta greiðslum af lánum í allt að sex mánuði. Frestun greiðslna samkvæmt samkomulaginu geta þó ekki varað lengur en til ársloka 2020.

Nánari upplýsingar

Lokunarstyrkir

Fyrirtæki sem var gert skylt að loka vegna samkomubanns getur sótt um lokunarstyrk til ríkisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Fjárhæð styrksins skal vera jafnhá rekstrarkostnaði fyrirtækisins á tímabilinu 24. mars til 3. maí en getur þó aldrei orðið hærri en 800.000 krónur á starfsmann og að hámarki 2,4 milljónir króna. Hægt er að sækja um lokunarstyrk til 1. september 2020 á vefsvæðinu island.is en þar er jafnframt að finna nánari upplýsingar um styrkinn.

Nánari upplýsingar