Sjóðir

Viðskiptavinum Landsbankans stendur til boða að eiga viðskipti með fjölbreytt úrval verðbréfa – og fjárfestingarsjóða. Sjóðirnir fjárfesta ýmist í skuldabréfum, hlutabréfum, innlánum og öðrum fjármálagerningum eftir fjárfestingarstefnu. Fjárfesting í sjóðum er góð leið fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í safni verðbréfa og annarra fjármálagerninga og dreifa þannig áhættu. Sjóðirnir eru í rekstri Landsbréfa hf. sem er dótturfélag Landsbankans.

Fjárfestingin er því ekki háð verðbreytingum á einu fyrirtæki eða einum flokki verðbréfa á markaðnum. Með því að kaupa í sjóði nýtur þú skattalegs hagræðis þar sem ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur fyrr en við innlausn.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir sjóði, nafnávöxtun síðastliðinna fimm ára, gengi og sveiflur í ávöxtun.

Aðrar upplýsingar

Sjóðir Landsbréfa

Viðskiptavinum Landsbankans stendur til boða að fjárfesta í fjölbreyttu úrvali verðbréfa- og fjárfestingasjóða með ólík fjárfestingarmarkmið. Umræddir sjóðir eru reknir af dótturfélagi Landsbankans, Landsbréfum hf. sem er er rekstrarfélag með starfsleyfi frá FME. Fjölmargir valkostir eru í boði og fjárfesta sjóðirnir í verðbréfum af ýmsu tagi s.s. ríkisvíxlum og ríkisskuldabréfum, auk skuldabréfa fyrirtækja, sveitarfélaga, banka og sparisjóða, hlutabréfum og erlendum verðbréfum, allt eftir þeirri fjárfestingastefnu sem viðkomandi sjóður fylgir.

Ávöxtun sjóða frá AllianceBernstein

Hvernig fara viðskipti fram?

  • Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf veitir milligöngu um kaup og sölu verðbréfa í síma 410 4040. Einnig er hægt að senda viðskiptabeiðni á verdbrefaradgjof@landsbankinn.is
  • Í útibúum Landsbankans þar sem ráðgjafar aðstoða þig.
  • Boðið er upp á viðskipti með verðbréf í netbankanum. Þar er jafnframt hægt að skrá sig í reglubundinn sparnað í sjóði.

Verðbréfabæklingur
Nánari upplýsingar um verðbréfaviðskipti
Fyrirvarar um verðbréfaviðskipti
Skilmálar