Sjóðir

Viðskiptavinum Landsbankans stendur til boða að eiga viðskipti með fjölbreytt úrval verðbréfa – og fjárfestingarsjóða. Sjóðirnir fjárfesta ýmist í skuldabréfum, hlutabréfum, innlánum og öðrum fjármálagerningum eftir fjárfestingarstefnu. Fjárfesting í sjóðum er góð leið fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í safni verðbréfa og annarra fjármálagerninga og dreifa þannig áhættu.

Fjárfestingin er því ekki háð verðbreytingum á einu fyrirtæki eða einum flokki verðbréfa á markaðnum. Með því að kaupa í sjóði nýtur þú skattalegs hagræðis þar sem ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur fyrr en við innlausn.

Sjóðirnir eru í rekstri Landsbréfa hf. sem er dótturfélag Landsbankans.

Nánari upplýsingar á Landsbref.is

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir sjóði, nafnávöxtun síðastliðinna fimm ára, gengi og sveiflur í ávöxtun.

Sjóðir Landsbréfa

Landsbréf bjóða upp á fjölbreytt úrval af sjóðum en þeir eru mismunandi hvað varðar samsetningu, áhættu og ávöxtun. Sjóðirnir eru reknir af Landsbréfum hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað, t.d. vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingu og lykilupplýsingar sjóða.

Ávöxtun verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. er almennt birt sem nafnávöxtun í ISK, nema annað sé tekið fram, að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma. Í ávöxtunartöflu er birt uppsöfnuð nafnávöxtun síðastliðinna 5 ára og uppsöfnuð nafnávöxtun á ársgrundvelli yfir sama tímabil. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár eru ekki uppreiknuð á ársgrundvöll. Upplýsingar um ávöxtun byggja á bókhaldsgögnum sjóðanna.


Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Nafn Netfang Símanúmer
Friðbert G. Gunnarsson Fridbert.G.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7166
Gústav Gústavsson Gustav.Gustavsson@landsbankinn.is 410 6221
Jóhanna M. Jónsdóttir Johanna.M.Jonsdottir@landsbankinn.is 410 7169
Marteinn Kristjánsson Marteinn.Kristjansson@landsbankinn.is 410 7109