Landsbók

Verðtryggður sparnaður til lengri tíma

Landsbók er sniðin að þörfum viðskiptavina sem vilja einfalda og örugga leið til að binda fé sitt í ákveðinn tíma, en vilja jafnframt njóta ávöxtunar. Að binditíma loknum er hver innborgun laus í einn mánuð en binst síðan aftur. Eftir það er hægt að panta útborgun sem greiðist þremur mánuðum síðar.

Við pöntun úttektar tilgreinir viðskiptavinur ráðstöfunarreikning. Ráðstöfunarreikningur verður að vera í Landsbanka og í eigu sama viðskiptavinar og reikningurinn sem verið er að panta úttekt af.

Með verðtryggingu er sparnaður tryggður gegn verðbólgu og reikningurinn býður þannig upp á stöðugleika í ávöxtun langtímasparnaðar.

Eiginleikar Landsbókar

  • Verðtryggður reikningur.
  • Bundinn í 36 mánuði.
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.
  • Hentar vel fyrir langtímasparnað.
  • Hentar þeim sem vilja tryggja sparnað sinn gagnvart verðbólgu.

Skilmálar Landsbókar