Innflutningsábyrgðir

Innflutningsábyrgðir stuðla að greiðu uppgjöri 

Þegar um er að ræða innflutningsábyrgð fara skjöl og greiðslur vegna viðskiptanna, sem ábyrgðin er grundvölluð á, í gegnum viðskiptabanka kaupanda og seljanda. Þegar banki gefur út ábyrgð felur það í sér að hann, fyrir hönd kaupanda, tekur að sér að greiða þeim banka er seljandi tilnefnir ákveðna fjárhæð.

Skilyrði fyrir greiðslu undir ábyrgðinni eru að seljandi reiði af hendi nauðsynleg skjöl varðandi sendingu vörunnar til kaupanda. Kaupandi ákveður í samráði við seljanda hvaða skjölum þurfi að framvísa og hvernig þau eiga að vera gefin út. Það er hluti af skilmálum ábyrgðarinnar.

Tilgangur innflutningsábyrgðar er að stuðla að greiðu uppgjöri á milli seljanda og kaupanda. Ábyrgðin felur í sér að seljandi getur verið viss um að fá sína greiðslu að uppfylltum skilmálum og kaupandi fær í hendurnar nauðsynleg skjöl til að geta leyst út vöruna.

Landsbankinn er öruggur milliliður fyrir bæði kaupanda og seljanda. Ábyrgð Landsbankans hraðar greiðslum og styttir þar með vegalengdina á milli viðskiptaaðila.

Bankar bera ekki ábyrgð á öðru en því sem tekið er fram í skilmálum ábyrgðar/ábyrgðarumsókn. Það þýðir að bankar horfa eingöngu á skjölin sem liggja til grundvallar. Samningar á milli kaupanda og seljanda að öðru leyti eru bönkunum óviðkomandi.

Tegundir innflutningsábyrgða

  • Óafturkallanlegar/staðfestar ábyrgðir (Irrevocable/confirmed Credits)
    Ef tilkynningarbanki er beðinn um að staðfesta ábyrgð felur það í sér að hann skuldbindur sig til að greiða seljanda andvirði skjalanna við framvísun þeirra, séu þau í samræmi við skilmála ábyrgðarinnar.
  • Óafturkallanlegar ábyrgðir
    Þegar tilkynningarbanki er ekki beðinn að staðfesta ábyrgð, er venjan sú að hann greiði þegar greiðsla berst frá útgáfubanka, þó er hægt að óska eftir að hann kaupi skjölin