Bakábyrgðir

Bakábyrgð ef greiðslufall verður hjá kaupanda

Þegar um er að ræða bakábyrgð sendir seljandi skjöl varðandi vörusendinguna annað hvort beint til kaupanda, sem þá greiðir andvirðið beint inn á reikning seljanda, eða í gegnum banka sem skjalainnheimtu (Documentary Collection).

Aðeins ef greiðslufall verður af hendi kaupanda, kemur til kasta ábyrgðarinnar. Seljandi gerir þá kröfu á útgáfubankann samkvæmt skilmálum ábyrgðaryfirlýsingarinnar. Slíkum kröfum þarf yfirleitt að fylgja yfirlýsing seljanda um greiðslufall auk afrita af vörureikningum og flutningsskjölum.

Þó bakábyrgðir vegna vöruviðskipta séu algengastar gefur Landsbankinn einnig út ábyrgðaryfirlýsingar í öðrum tilvikum.

Sameiginlegt með öllum bakábyrgðum er að kröfum sem gerðar eru á grundvelli þeirra verður að fylgja yfirlýsing ábyrgðarþega um að ábyrgðarumsækjandi hafi ekki staðið við gerða samninga.

Ábyrgðaryfirlýsingar - Dæmi

  • Tilboðstryggingar (bid bonds)
  • Verkábyrgðir (performance bonds)
  • Fiskmarkaðsábyrgðir
  • Ábyrgðir vegna sérstakrar skráningar á virðisaukaskattskrá við byggingaframkvæmdir
  • Ábyrgðir vegna húsaleigusamninga
  • Ábyrgðir vegna ferðaskrifstofuleyfa
  • Ábyrgðir vegna aðflutningsgjalda sem veittur er gjaldfrestur á 
  • Ábyrgðir til handa öðrum lánastofnunum, sveitarfélögum og ríkissjóði