Af­greiðsl­an á Borg­ar­firði eystri fær­ist til Eg­ils­staða

25. maí 2022

Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Borgarfirði eystri mun færast til útibússins á Egilsstöðum 1. júní næstkomandi. Samhliða aukinni notkun á stafrænni þjónustu hefur eftirspurn eftir gjaldkeraþjónustu minnkað mikið og viðskiptavinir okkar sinna í auknum mæli bankaviðskiptum sínum í appinu og í netbankanum, hvar og hvenær sem er. Við munum áfram veita íbúum Borgarfjarðar góða þjónustu frá útibúinu á Egilsstöðum, með símtali eða á fjarfundi. Það er auðvelt að panta fjarfund hér á vefnum.

Kennsla á stafrænar lausnir

Við viljum bjóða íbúum á Borgarfirði eystri upp á kennslu í notkun á stafrænum lausnum bankans þriðjudaginn 31. maí, kl. 13:00-15.00. Þar förum við yfir hvernig sinna má bankaviðskiptum á einfaldan hátt í appinu og netbankanum.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur