Aðrir hluthafafundir

Hluthafafundur er þegar hluthafar koma saman sérstaklega til þess kvaddir að ræða um félagsmálefni eða taka ákvörðun í þeim. Hluthafafundur fer með æðsta vald í málefnum hlutafélags samkvæmt því sem lög og samþykktir þess ákveða. 

Sjá samþykktir Landsbankans hf.


Hluthafafundur 4. maí 2015

Í framhaldi af samkomulagi milli Landsbankans hf. og stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja ses. frá 28. mars sl. og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins daginn eftir um samruna þessara félaga var boðað við til hluthafafundar í Landsbankanum hf. mánudaginn 4. maí kl. 17:00 í Austurstræti 11, Reykjavík.

Á dagskrá fundarins var:

1. Tillaga um ráðstöfun á eigin hlutum

Hluthafafundur samþykkir að Landsbankanum hf. sé heimilt að ráðstafa eigin hlutum til þess að inna af hendi endurgjald vegna kaupa bankans á öðrum fjármálafyrirtækjum hér á landi eða samruna slíkra félaga við bankann.

2. Önnur mál

Fundargerð hluthafafundar 4. maí 2015


Hluthafafundur 17. júlí 2013

Hluthafafundur Landsbankans hf. var haldinn miðvikudaginn 17. júlí 2013.

Dagskrá og tillögur:

 1. Tilllaga um reglur um afhendingu hlutabréfa til starfsmanna
  „Lagt er til að hluthafafundur samþykki reglur „Afhending hlutabréfa til starfsmanna Landsbankans hf. í samræmi við samning við LBI hf. og íslenska ríkið frá 15. desember 2009“ dags. 17. júlí 2013. Reglurnar eru í samræmi við samþykkt hluthafafundar frá 27. mars 2013 og byggja á samningi frá 15. desember 2009 milli fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins, Landsbankans hf. og LBI hf. Reglurnar eru einnig í samræmi við 5. gr. starfskjarastefnu bankans.“
 2. Tillaga um heimild bankans til að eignast eigin hluti
  „Lagt er til að hluthafafundur samþykki í samræmi við 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 heimild þess efnis að Landsbankinn hf. eignist allt að 200 milljón eigin hluti að nafnverði. Heimild þessi varðar fyrirhuguð kaup Landsbankans hf. á hlutum í bankanum af starfsmönnum til að standa skil á tekjuskatti þeirra vegna móttöku hluta samkvæmt reglum, samþykktum á hluthafafundi 17. júlí 2013, um afhendingu hlutabréfa til starfsmanna Landsbankans hf. Lægsta og hæsta fjárhæð sem Landsbankinn hf. má reiða fram sem endurgjald fyrir hlutina er 9,3819 kr. á hvern hlut, sem samsvarar hlutfalli á milli eiginfjár og hlutafjár samkvæmt ársuppgjöri 2012. Heimild þessi gildir fram að aðalfundi Landsbankans hf. 2014“.
 3. Tilllaga um breytingu á starfskjarastefnu Landsbankans
  „Lagt er til að 5. gr. starfskjarastefnu Landsbankans hf. orðist svo:
  5. Breytilegir kjaraþættir
  Í samningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins, Landsbankans hf. og LBI hf. frá 15. desember 2009 er kveðið á um að Landsbankinn komi á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn (e. employee incentive scheme), í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins um slík kerfi hjá fjármálafyrirtækjum. Á grundvelli þessa samnings og reglna Fjármálaeftirlitsins samþykkir hluthafafundur þann 17. júlí 2013 reglur dags. 17. júlí 2013 „Afhending hlutabréfa til starfsmanna Landsbankans hf. í samræmi við samning við LBI hf. og íslenska ríkið frá 15. desember 2009“. Reglurnar skal birta á heimasíðu bankans. Breytingar á fyrrgreindum reglum eru háðar samþykki hluthafafundar. Til viðbótar framangreindri afhendingu hlutabréfa er Landsbankanum hf. óheimilt að koma á formlegu kaupaukakerfi nema með samþykki hluthafafundar.“
 4. Önnur mál

Fundargerð hluthafafundar 17. júlí 2013

Reglur um afhendingu hlutafjár til starfsmanna


Hluthafafundur 27. mars 2013

Hluthafafundur var haldinn í Landsbankanum hf. miðvikudaginn 27. mars 2013 í tengslum við frágang og afhendingu á skilyrtu skilabréfi til LBI og afhendingu hlutabréfa á móti.

Dagskrá:

1. Tillaga um heimild til handa bankaráði þess efnis að Landsbankinn eignist eigin hluti:
Hluthafafundur samþykkir í samræmi við 55. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 heimild til handa bankaráði þess efnis að Landsbankinn eignist allt að 500 milljónum eigin hluta að nafnverði, sem ráðstafað verður til starfsmanna í samræmi við starfskjarastefnu bankans. Heimild þessi gildir í 5 ár.

2. Tilhögun á frágangi og afhendingu skilyrts skuldabréfs gegn afhendingu á hlutabréfum í Landsbankanum hf.

3. Önnur mál

Fundargerð hluthafafundar 27. mars 2013

Hafðu samband

Fjárhagsdagatal


Dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar