Aðalfundir

Aðalfundur Landsbankans hf. 2020

Aðalfundur Landsbankans hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 13.00. Fundinn átti upphaflega að halda 27. mars 2020 en honum var frestað vegna útbreiðslu Covid-19. Fundurinn verður haldinn í Austurstræti 11, Reykjavík.

Drög að dagskrá

  1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár.
  2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar.
  3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári.
  4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
  5. Tillögur til breytinga á samþykktum.
  6. Kosning bankaráðs.
  7. Kosning endurskoðanda.
  8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil.
  9. Heimild til kaupa á eigin hlutum.
  10. Önnur mál.

Áhrif samkomubanns á mætingu á fundinn

Í ljósi útbreiðslu Covid-19 og ákvörðunar heilbrigðisráðherra um samkomubann beinir bankaráð því til hluthafa að mæta ekki á fundarstað. Gert er ráð fyrir að einungis bankastjóri, formaður bankaráðs og endurskoðandi ásamt starfsfólki fundarins verði viðstödd á fundarstað. Hluthafar geta tekið þátt í skriflegri atkvæðagreiðslu um tillögur á fundinum fyrirfram í samræmi við eftirfarandi.

Framkvæmd atkvæðagreiðslu og þátttaka hluthafa

Hluthafar sem vilja taka þátt í skriflegri atkvæðagreiðslu fyrirfram um tillögur á fundinum geta nálgast eyðublað á vefsíðu bankans.

Til að greiða atkvæði skriflega þarf hluthafi að senda útfyllt eyðublað, undirritað, dagsett og vottað, á netfangið adalfundur@landsbankinn.is fyrir kl. 11.00 á fundardag, miðvikudaginn 22. apríl 2020.

Hluthöfum gefst kostur á að fylgjast með fundinum, þ.m.t. atkvæðagreiðslu, í gegnum fjarfundabúnað. Hluthafar geta lagt fram fyrirspurnir vegna aðalfundarins, komið á framfæri breytingartillögum eða sett fram óskir um að taka til máls með því að senda erindi á framangreint netfang, hvort sem er fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur. Leiðbeiningar um hvernig unnt er að fá aðgang að fundinum og senda inn slík erindi verða veittar á vefsíðu bankans.

Aðrar upplýsingar

Hluthafi á rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast á netfangið adalfundur@landsbankinn.is fyrir kl. 16.00, þriðjudaginn 7. apríl 2020.

Endanleg dagskrá fundarins og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða gerð aðgengileg miðvikudaginn 8. apríl 2020 á vefsíðu bankans.

Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynningar um framboð til bankaráðs skal senda á framangreint netfang fyrir kl. 13.00, föstudaginn 17. apríl 2020. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á framangreindri vefsíðu bankans eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn.

Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum, að frádregnum eigin hlutum, sem eru án atkvæðisréttar.

Hafðu samband

Fjárhagsdagatal


Dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar