Upplýsingar um breytta innskráningu

Breyt­ing­ar á inn­skrán­ingu í net­banka og app­ið

Nú þurfa við­skipta­vin­ir sem nota not­and­a­nafn og lyk­il­orð til að skrá sig inn í net­bank­ann eða app­ið að stað­festa inn­skrán­ingu með auð­kenn­is­núm­eri úr SMSi.

Krafa um sterka auðkenningu við innskráningu

Nú hafa ný lög um greiðsluþjónustu tekið gildi og því er ekki lengur hægt að nota eingöngu notandanafn og lykilorð við innskráningu í netbankann og appið. SMS með auðkennisnúmeri er því sent á þá sem nýta sér þá leið til staðfestingar á innskráningu.

Stúlka í símanum

Vantar þig rafræn skilríki?

Við hvetjum þig til að nýta rafræn skilríki við innskráningu í netbankann og appið. Þau eru auðveld og þægileg leið til auðkenningar og undirritunar. Þú getur virkjað rafræn skilríki í næsta útibúi okkar. Pantaðu tíma í því útibúi sem þér hentar og mundu að hafa gild persónuskilríki með þér.

Þægilegar leiðir til innskráningar

Innan tíðar munum við alveg hætta að bjóða upp á innskráningu með notandanafni og lykilorði en til eru þægilegar leiðir til að skrá sig inn í netbankann og appið:

Rafræn skilríki.
Lífkenni, þ.e. andlits- eða fingrafaragreining.
Innan tíðar munum við bjóða upp á Auðkennisappið við innskráningu.

Panta tíma

Pantaðu tíma í því útibúi sem þér hentar og mundu að hafa gild persónuskilríki með þér.

Kona

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur