Sterk auðkenning felur í sér að þegar þú ætlar að staðfesta greiðslu þarftu að nota tvö af þremur atriðum til að sanna að þú sért í raun og veru hinn skráði notandi:
- Það sem þú ert - til dæmis fingrafar eða andlit.
- Það sem þú veist - til dæmis lykilorð eða PIN.
- Það sem þú hefur umráð yfir - til dæmis sími.
Tvö atriði af þessum þremur er mjög auðvelt að leysa með snjallsíma, þ.e. annars vegar auðkenning með fingrafari eða andliti og hins vegar auðkenning með einhverju sem þú hefur umráð yfir, þ.e.a.s. símanum. Þá nýtast rafræn skilríki í símanum mjög vel.