Lífeyrissparnaður

Lífeyrissparnaður

Landsbankinn býður upp á fjölbreytta valkosti í lífeyrissparnaði sem henta ólíkum markmiðum viðskiptavina. Öllum launþegum ber að greiða í lífeyrissjóð sem er grunnurinn að lífinu eftir starfslok. Séreignarsparnaður (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) er valfrjáls og tryggir lífsgæði og eykur fjárhagslegt sjálfstæði á efri árum.

Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður með rekstrarsamning við Landsbankann sem sér um daglegan rekstur sjóðsins.

Fá ráðgjöf um lífeyrissparnað

Skyldulífeyrissparnaður

Skylduylífeyrissparnaður leggur grunninn að lífinu eftir starfslok með ævilöngum lífeyri. Hann tryggir ennfremur rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris. Öllum launþegum er skylt að greiða í slíkan sjóð.

Hluti framlags þíns fer í samtryggingarsjóð sem veitir þér lífeyrisréttindi í hlutfalli við það sem þú hefur greitt en afgangurinn fer hins vegar í séreignarhluta sjóðsins sem er þín persónulega eign.

Nánar um skyldulífeyrissparnað

Séreignarsparnaður

Séreignarsparnaður er viðbót við skyldulífeyrissparnað og er þín eign. Ef þú leggur fyrir 2-4% af launum í séreignarsparnað þá bætir launagreiðandi við 2% af launum til viðbótar, sem er í raun launahækkun sem þú fengir annars ekki.

Þú ræður hvernig þú ráðstafar honum eftir að þú nærð 60 ára aldri. Séreignarsparnaður erfist að fullu.

Nánar um séreignarsparnað

 

Hafðu samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf
Nafn Netfang Símanúmer
Anthony Karl Gregory Anthony.K.Gregory@landsbankinn.is 410 7586 
Friðbert G. Gunnarsson Fridbert.G.Gunnarsson@landsbankinn.is 410 7166
Gústav Gústavsson Gustav.Gustavsson@landsbankinn.is 410 6221
Jóhanna M. Jónsdóttir Johanna.M.Jonsdottir@landsbankinn.is 410 7169
Marteinn Kristjánsson Marteinn.Kristjansson@landsbankinn.is 410 7109
Þórdís Erla Magnúsdóttir Thordis.E.Magnusdottir@landsbankinn.is 410 7163