Sparnaður í stuttu máli

Sparnaður getur tekið á sig ýmsar myndir. En hvort sem markmiðið er að eiga varasjóð ef upp koma óvænt útgjöld eða einfaldlega að safna fyrir útborgun í næstu bifreið heimilisins, er skynsamlegt að leggja fyrir.

Auðvelda leiðin til að spara

Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega og leggur inn á bankareikning. Reglulegar greiðslur á sparireikningi þurfa að vera 500 kr. á mánuði eða hærri.

Þú getur líka ákveðið að hækka hverja færslu á kortinu þínu.

Með mánaðarlegum kaupum í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum minnkar þú viðskiptakostnað og dregur úr sveiflum í ávöxtun í samanburði við staka fjárfestingu fyrir hærri fjárhæð. Upphæð áskrifta er frá 5.000 kr. á mánuði.

Þú getur stofnað sparireikninga og stillt reglulegar greiðslur í netbankanum.

Með sparnaði byggir þú upp inneign sem kemur sér vel við kaup á húsnæði, bíl eða við niðurgreiðslu skulda.  

Þú getur valið þá sparnaðarleið sem hentar þér með því að setja inn þínar forsendur í fjárfestingatréð.

Veldu sparnaðarleið


Sparnaður er besta leiðin til að eignast hluti

Skynsamlegasta leiðin til að eignast hluti er alltaf að eiga fyrir þeim, hvort sem þú ætlar að kaupa þér uppþvottavél eða íbúð.

Þegar þú sparar færðu vexti ofan á upphæðina sem þú leggur til hliðar, þannig ávaxtar þú féð. 

Ef þú tekur lán greiðir þú hins vegar vexti og lántökugjöld og borgar þannig á endanum meira en ef þú hefðir safnað fyrir hlutnum.

 


Að greiða niður skuldir er líka sparnaður

Niðurgreiðsla skammtímaskulda er ein skynsamlegasta leiðin til að spara. Þannig geturðu lækkað verulega vaxtagreiðslur af lánum á borð við yfirdrátt eða greiðslukortaskuldir og sparað umstalsvert fé.

Landsbankinn býður auk þess viðskiptavinum sem lækka yfirdráttinn reglulega betri kjör á yfirdráttarlánum.

Lækkaðu yfirdráttinn

 


Upphæðin þarf ekki að vera há

Það er reginmisskilningur að ekki sé hægt að spara nema þú sért skuldlaus og það séu háar upphæðir afgangs um hver mánaðarmót.

Reglubundinn sparnaður getur verið af mörgum stærðum og gerðum og lágar upphæðir sem lagðar eru fyrir reglulega geta verið upphafið að traustu eignasafni þegar fram í sækir. Þá er oft hægt að draga úr útgjöldum til að ná fram sparnaðarmarkmiðum og þannig treysta fjárhag heimilisins til lengri tíma.

Reglubundinn sparnaður


Áhætta getur verið í lagi ef þú hefur nægan tíma

Sparnaðarleiðir sem bera mikla ávöxtun fela yfirleitt í sér meiri áhættu og sveiflur. Ef þú fjárfestir til langs tíma getur verið í lagi þótt ávöxtunin sveiflist því sveiflurnar jafnast til lengri tíma. Þess vegna er þumalputtareglan sú að velja tryggari ávöxtunarleiðir ef sparað er til skamms tíma, en leyfa meiri áhættu þegar sparað er til lengri tíma.

Sjóðir Landsbankans


Þú færð hærri vexti með því að binda féð

Það eru til fjölmargar gerðir sparnaðarleiða sem henta ólíkum markmiðum. Ef þú hyggst ekki nota sparnaðinn um langan tíma borgar sig að binda féð.

Sparireikningar geta verið bundnir allt frá 31 degi til 60 mánaða og eru í boði bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Skuldbindingunni fylgja hærri vextir sem hækka eftir því sem peningarnir eru bundnir lengur.

Sparireikningar Landsbankans


Sparaðu skattfrjálst fyrir húsnæði

Þeir sem vilja eignast sína fyrstu íbúð geta nýtt greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað sem útborgun við íbúðakaup eða niðurgreiðslu íbúðalána. Greiðslurnar eru skattfrjálsar og þú færð mótframlag frá vinnuveitanda.

Þeir sem áttu eigið húsnæði fyrir 1. júlí 2014 er heimilt er að nýta iðgjöld í viðbótarlífeyrissparnað til greiðslu inn á lán fyrir húsnæði til eigin nota. Úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar er undanþegin tekjuskatti þegar greitt er inn á lán með þessum hætti. Þessi sparnaðarleið gildir til 30. júní 2021

Sparaðu fyrir útborgun

Lækkaðu lánin