Æviskeið III

Að lifa á sparnaði (55+)

Þegar líður að starfslokum kemur að því að skipuleggja hvernig þú vilt varðveita og lifa á því sem þú hefur eignast um ævina. Skýrar hugmyndir um það hvernig þú vilt ráðstafa sparnaðinum og rétt samspil ávöxtunar og áhættu skipta miklu máli.

Það er margt sem hefur áhrif á það hvernig þú nýtir sparnaðinn þinn sem best, dreifing eigna, lífeyrissjóðsgreiðslur, skattar, og hvað þú vilt að verði um eignirnar eftir þinn dag. 

Við hjálpum þér að varðveita eignasafnið sem þú hefur byggt upp í takt við þín markmið. Sparnaðarráðgjöf Landsbankans veitir aðstoð með ávöxtun og varðveislu eignasafns þíns þar sem tekið er tillit til fjölmargra þátta eins og skattgreiðslna, viðhorfs til áhættu, tíma og fleira. Viðskiptavinir okkar eiga alltaf kost á ráðgjöf frá reyndum fjármálaráðgjöfum.

Með stækkandi eignasafni bjóðum við aukna þjónustu, einkabankaþjónustu og fagfjárfestaþjónustu. Viðskiptavinir njóta einnig reglulegrar fræðslu og viðburða.

Þegar komið er því að njóta sparnaðarins er betra er að draga úr áhættu

Á efri árum getur verið mikilvægara að forðast óþarfa áhættu, gæta þess að eignir séu ekki allar á einum stað og þoli skakkaföll í efnahagslífinu.


 


Velkomin í sparnaðarráðgjöf

Hér að neðan getur þú óskað eftir sparnaðarráðgjöf, þér að kostnaðarlausu eða hringt í okkur í síma 410 4040.Fræðsluefni

Eignadreifing
– mikilvæg leið til að draga úr áhættu

Efnahagsmál
– efni frá Hagfræðideild

Umræðan
– umræðuvefur Landsbankans

Eignastýring fyrir fyrirtæki

Landsbankinn býður upp á sérsniðna eignastýringu fyrir lögaðila, þ.m.t. fyrirtæki, styrktarsjóði og lífeyrissjóði. Bankinn býður einnig lífeyrissjóðum upp á alhliða þjónustu, s.s. bókhald, móttöku iðgjalda, útreikning og útgreiðslu lífeyris.

Nánar