Þú getur komið í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum í Landsbankaappinu eða hér á vefnum. Þú auðkennir þig með rafrænum skilríkjum og fylgir einföldu skráningarferli.
Við nýskráningu færð þú bankareikning, aðgang að netbanka og getur valið um fleiri þjónustuþætti svo sem debetkort, sparnaðarreikning og verðbréfaviðskipti.
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru einföld og örugg leið til innskráningar í netbanka einstaklinga og eru einnig notuð til undirritunar á netinu. Rafræn undirritun hefur sama lagalegt gildi og hefðbundin undirskrift.
Nánar
Með appi Landsbankans geta viðskiptavinir bankans sinnt bankaviðskiptum í snjalltækjum, hvar og hvenær sem er. Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn og geta svo auðveldlega fengið nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.