Verðbréfaviðskipti í netbanka einstaklinga

Það er einfalt og þægilegt að stunda verðbréfaviðskipti í netbankanum.

Hefja verðbréfaviðskipti í netbanka einstaklinga

Viðskiptavinir Landsbankans geta á einfaldan hátt undirritað samning um þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta með rafrænum skilríkjum í netbankanum.

Það fylgir því enginn kostnaður að gera samninginn og hann opnar fyrir þann möguleika að geta byrjað að stunda verðbréfaviðskipti hjá Landsbankanum, ýmist í netbankanum eða í samtali við miðlara.

Ferli við nýskráningu í netbanka einstaklinga


Sinntu verðbréfaviðskiptum í netbankanum

Í netbankanum getur þú sent beiðni um viðskipti með innlend hlutabréf og sjóði Landsbréfa hvar og hvenær sem er, fylgst með framgangi viðskiptanna, séð yfirlit yfir verðbréfaeign og viðskiptasöguna.

Viðskipti með hlutabréf og sjóði Landsbréfa hafa aldrei verið einfaldari. Kauptilboð eru send í aðeins þremur skrefum og það sama gildir um söluferlið.

Kostir verðbréfasíðna netbanka:

  • 25% afsláttur af viðskiptaþóknun/kaupgjaldi í netbanka þegar keypt eru stök hlutabréf eða í sjóðum Landsbréfa.
  • 50% afsláttur af afgreiðslugjaldi.
  • Yfirsýn yfir verðbréfaeign og viðskiptasögu.
  • Yfirsýn yfir þróun markaða.

Eignasafn

Heildarsýn á stöðu verðbréfaeigna

Netbankinn birtir öll verðbréfasöfn í einu heildstæðu yfirliti sem og yfirlit fyrir einstök eignasöfn. Yfirlitið sýnir á einfaldan hátt markaðsvirði, hagnað/tap, nafnávöxtun, upphafsstöðu viðskipta, innleystan og óinnleystan hagnað miðað við tiltekið tímabil og margt fleira.

Gögnin eru myndræn, á töfluformi, sýna hlutfallslega skiptingu eigna, fjölda hluta, gengi og sögulega þróun. Gögnin eru einnig sýnd á tímalínu þar sem breyta má framsetningu safnsins og sýna allt frá dagsbreytingum til fimm ára breytinga.

Hægt er að framkvæma kaup- og söluaðgerðir beint af yfirlitssíðu eignasafnsins.

Hægt er að sækja PDF-yfirlit með hreyfingaryfirliti hvers árs fyrir sig. Yfirlitið sýnir vægi og markaðsvirði sérhvers eignaflokks. Einnig koma fram aðrar hagnýtar upplýsingar er varða dagsetningar, tegund viðskipta, nafnverð, markaðsvirði, greiddan kostnað og greiddan skatt.


Hlutabréf

Það er einfalt að kaupa og selja hlutabréf í netbankanum. Sýndar eru breytingar á markaði, gengi, fjöldi viðskipta innan dagsins og velta í milljónum króna.

Eftir að hafa valið fjárfestingarkost nægir að smella á Kaupa hnappinn. Kaupum er aflokið í þremur einföldum skrefum.

Sýnidæmi - kaup á hlutabréfum


Sjóðir

Tilgangur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða er að dreifa áhættu og draga úr sveiflum í ávöxtun með því að fjárfesta í fleiri en einni tegund fjármálagerninga. Þannig verður fjárfestingin síður háð verðbreytingum á einu fyrirtæki eða ákveðnum flokki verðbréfa.

Hægt er að framkvæma stök kaup eða skrá sig í mánaðarlega áskrift.

Eftir að hafa valið fjárfestingarkost nægir að smella á Kaupa hnappinn. Kaupum er aflokið í þremur einföldum skrefum.

Sýnidæmi - kaup í sjóðum


Viðskiptasaga

Öll sagan á einum stað

Netbankinn birtir viðskiptasögu í þægilegu notendaviðmóti. Yfirlitið sýnir dagsetningu og tegund viðskipta, nafnverð, markaðsgengi, virði í íslenskum krónum, greiddan skatt, kostnað og arð.

Viðskiptavinir velja tímabil yfirlitsins og geta valið milli þess að sjá aðeins viðskipti með ákveðnar tegundir verðbréfa eða öll viðskipti.

Viðskiptasagan er hrein viðbót við yfirlit eignasafnsins.

Rafræn skjöl

Undir rafrænum skjölum getur viðskiptavinur nálgast kvittanir viðskipta eftir að uppgjör viðskipta hefur farið fram.