Netbanki einstaklinga

Hvernig á netbanki að vera? 

Bankaþjónusta á fyrst og fremst að svara þörfum og kröfum viðskiptavina. Við hönnun netbanka Landsbankans er tekið mið af því hvernig hann er notaður. Þeir hlutir sem mest eru notaðir vega þyngst, upplýsingum er forgangsraðað og öll framsetning er sniðin að þörfum viðskiptavina.

Aðgengilegri, einfaldari og þægilegri netbanki


Allt það helsta innan seilingar

Í netbankanum eru algengustu og mikilvægustu aðgerðirnar alltaf við höndina þar sem þeirra er þörf. Það þýðir að þú þarft ekki að fara á sérstaka síðu til að framkvæma aðgerðir heldur eru þær kláraðar á staðnum.

Þú færð skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu þinni um leið og þú hefur skráð þig inn í netbankann. Auðvelt er að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.

Spurt og svarað um netbankann

Við notum ekki öll mús

Letur, töflur, hnappar og innsláttarreitir eru nægilega stórir svo þú getur auðveldlega notað netbankann í spjaldtölvunni eða öðrum tækjum - ekki bara í borðtölvunni.

Appið er besti kosturinn fyrir snjallsíma

App Landsbankans er besti valkosturinn til að sinna netbankaviðskiptum í farsímum og öðrum smátækjum. Þar geturðu framkvæmt allar helstu aðgerðir í netbanka á fljótlegan og aðgengilegan máta og alltaf haft bankann við höndina. Þeir sem nota farsíma með öðrum stýrikerfum en iOS (iPhone) eða Android geta áfram notað farsímabankann L.is.

Nánar um Landsbankaappið

Enginn auðkennislykill

Öryggiskerfi Landsbankans hámarkar öryggi þitt og dregur úr líkum á fjársvikum og annarri misnotkun. Kerfið gerir auðkennislykil óþarfan. Kerfið lærir að þekkja hegðun þína og biður um staðfestingu, t.d. með því að svara símtali úr kerfinu ef brugðið er út af hefðbundinni notkun. Að öllu jöfnu finnur þú þó ekki fyrir öryggiskerfinu.

Nánar um öryggiskerfi netbankans

Tengt efni