Uppsetning

Leiðbeiningar fyrir iPhone (iOS)

1. Finndu appið

Þú finnur appið í App Store. Sláðu inn leitarorðið Landsbankinn og þá ætti appið að birtast efst í niðurstöðunum. Þú getur einnig smellt á viðeigandi takka hér á síðunni.

2. Sæktu appið

Þegar þú hefur fundið appið velur þú Get, auðkennir þig með lykilorði eða fingrafari. Þá hleðst appið niður á símann þinn og það er sett sjálfkrafa upp. Þá birtist tákn með Landsbankamerkinu á skjáborðinu sem þú smellir á til að opna appið.

3. Skráðu þig inn

Appið býður upp á fljótlegar og þægilegar innskráningarleiðir með fingrafari eða andlitsgreiningu.

Til að leyfa innskráningu með þessum auðkenningarleiðum þarft þú fyrst að auðkenna þig með notandanafni og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum.

Athugaðu að allir sem hafa aðgang að tækinu þínu með fingrafari hafa aðgang að appinu veljir þú að veita þennan aðgang.

Nýir viðskiptavinir geta stofnað netbankaaðgang í appinu og komið í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum.

Leiðbeiningar fyrir Android

1. Finndu appið

Þú finnur appið í Google Playstore. Sláðu inn leitarorðið Landsbankinn og þá ætti appið að birtast efst í niðurstöðunum. Þú getur einnig smellt á viðeigandi takka hér á síðunni.

2. Sæktu appið

Þegar þú hefur fundið appið velur þú Setja upp eða Install. Appið hleðst þá niður á símann þinn og það er sett sjálfkrafa upp. Tákn með Landsbankamerkinu birtist á skjáborðinu sem þú smellir á til að opna appið.

3. Skráðu þig inn

Appið býður upp á fljótlega og þægilega innskráningarleið með fingrafari.

Til að leyfa innskráningu með fingrafari þarft þú fyrst að auðkenna þig með notandanafni og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum.

Athugaðu að allir sem hafa aðgang að tækinu þínu með fingrafari munu hafa aðgang að appinu veljir þú að veita þennan aðgang.

Nýir viðskiptavinir geta stofnað netbankaaðgang í appinu og komið í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum.