Sækja kortaapp

Svona sækir þú kortaappið og skráir kortin þín

Það er einfalt að sækja kortaapp Landsbankans og skrá greiðslukortin í appið.

Með kortaappi Landsbankans er hægt að geyma bæði debet- og kreditkortin í farsímanum og borga með símanum um allan heim í posum sem bjóða snertilausa virkni. Viðskiptavinir með greiðslukort frá Landsbankanum geta nú sótt kortaappið í Google Play Store, án endurgjalds.

1. Sækja kortaappið

Appið „Kort“ er að finna endurgjaldslaust í Google Play Store. Þú getur einnig smellt á viðeigandi takka hér á síðunni. Fyrst um sinn virkar appið aðeins í farsímum með Android stýrikerfi. Stefnt er á að bæta iOS við þegar Apple opnar fyrir íslensk greiðslukort , sem verður vonandi innan tíðar.

Þegar þú hefur fundið appið „Kort“ velur þú „Setja upp“ (e. install) og appið hleðst niður í símann. Tákn kortaappsins birtist síðan á skjáborðinu og þú velur það til að opna appið. 

2. Skráðu þig inn

Skrá þarf persónuupplýsingar, velja notandanafn og lykilorð fyrir appið. Eftir það má nota fingrafar eða slá inn notandanafn og lykilorð til að skrá sig inn í kortaappið.

Aðeins viðskiptavinir með greiðslukort frá Landsbankanum geta skráð greiðslukort í kortaappið.

Hvaða tákn og fjölda stafa má nota í innskráningu í kortaappið?

Gerast viðskiptavinur Landsbankans

3. Skráðu kort í kortaappið

Þegar komið er inn í kortaappið eru greiðslukort nýskráð með því að slá inn kortanúmer þeirra. Þú getur skráð fleiri en eitt debet- og kreditkort í appið. Auðkenning við nýskráningu berst þér á netfang sem þú skráir í ferlinu og þangað berast þá skilaboð frá Visa, digital card service. Við virkjun á aðgerðinni Greiða í verslun þarf að sannreyna að greiðslukort séu í þinni eigu og því er krafist auðkenningar með einskiptis lykilorði sem berst þér á það netfang eða símanúmer sem þú ert með skráð hjá Landsbankanum.

Spurt og svarað um nýskráningu í kortaappið

4. Greiða með kortaappi

Velja þarf kort sem kortaappið mun almennt nota til að greiða með. Það er alltaf hægt að fara inn í kortaappið og breyta sjálfgefnu korti. búið er að aflæsa símanum er hann lagður að posa með snertilausri virkni til að greiða. Það þarf því ekki að innskrá sig í kortaappið í hvert sinn sem framkvæma á greiðslu, heldur virkar fingrafarið eða lykilorðið þitt inn á farsímann alveg eins og PIN-númer.