Fitbit Pay

Fitbit Pay gerir þér kleift að borga hratt og örugglega með úrinu. Settu Landsbankakortið þitt í Fitbit Wallet og byrjaðu að borga með úrinu.

Svona skráir þú kortið þitt

Þú getur skráð bæði debet- og kreditkort í Fitbit Pay og borgað með úrinu á fljótlegan og einfaldan hátt. Úttektarheimildir og öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast óbreytt.

  1. Opnaðu Fitbit appið í símanum og smelltu á úrið sem þú vilt nota. Þar finnur þú Fitbit Wallet. Því næst velur þú PIN númer.
  2. Næst skal smella á plúsinn í hægra horninu og þá birtist skjárinn „Add Card“ þar sem smellt er á Credit/Debit.
  3. Fylltu út korta- og persónuupplýsingar fyrir kortið sem þú vilt skrá.
  4. Lokaskrefið er að samþykkja skilmálana í Fitbit appinu. Eftir það færðu sendan staðfestingarkóða á símanúmerið sem er tengt við kortið. Sláðu kóðann inn í appið.

Svona borgar þú með Fitbit Pay

  1. Opnaðu Fitbit Pay í úrinu þínu.
  2. Ef þú ert beðin/n um PIN númer þá slærðu það inn. Númerið er það sama og þú valdir við uppsetningu kortsins í Fitbit-appinu.
  3. Þú leggur úrið við posann og bíður eftir staðfestingu á greiðslu.

Nánari leiðbeiningar um uppsetningu og notkun á Fitbit Pay er að finna í þessu myndbandi (á ensku).


Uppfæra greiðslukort

Hægt er að skrá langflest greiðslukort frá Landsbankanum í Fitbit Pay. Ef kortið þitt virkar ekki þarf mögulega að uppfæra það í snertilaust kort, óháð því hvort það sé útrunnið eða ekki.

Uppfæra í snertilaust


Komdu í viðskipti

Þú getur skráð þig í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum í Landsbankaappinu eða hér á vefnum

Gerast viðskiptavinurÖryggi

Greiðslukort Landsbankans eru alþjóðleg Visakort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Það sama gildir um Visakort sem skráð eru í Fitbit Pay. Þegar kortanúmer er skráð í Fitbit Pay verður til sýndarnúmer (token) sem eykur öryggi þegar greitt er með símanum/úrinu.

Persónuvernd

Hér má lesa um meðferð persónuupplýsinga hjá Fitbit sem bjóða upp á þjónustuna. Viðskiptavinir geta hvenær sem er afturkallað samþykki sitt og afskráð greiðslukortið sitt vilji þeir hætta að nota lausnirnar.