Apple Pay

Apple Pay gerir þér kleift að borga hratt og örugglega með símanum, á netinu og í öppum. Settu Landsbankakortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að nota Apple Pay.

Svona skráir þú kortið þitt

Þú getur skráð debet-, kredit- og gjafakort Landsbankans í Apple Pay og borgað með símanum á fljótlegan og einfaldan hátt. Úttektarheimildir og öll fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast óbreytt.

Skráning með Landsbankaappinu

Opnaðu Landsbankaappið, finndu kortið þitt og veldu „Bæta korti í Apple Wallet“. Þá opnast Apple Wallet sjálfkrafa með öllum kortaupplýsingum. Þar klárar þú skráninguna á einfaldan og öruggan hátt.

Skráning með Apple Wallet

Þú getur einnig skráð kortið þitt beint í gegnum Apple Wallet. Þá opnar þú Apple Wallet appið í símanum þínum, velur plústáknið efst í hægra horninu og fylgir leiðbeiningunum sem birtast.

Nánar um skráningu í Apple Pay

Svona borgar þú með Apple Pay

Borgað í verslunum

Til að borga með FaceID smellirðu tvisvar á hliðartakkann, horfir á skjáinn og heldur síðan símanum upp að kortalesaranum. Sjáðu hvernig þetta virkar

Með TouchID heldurðu símanum upp að kortalesaranum með fingurinn á skannanum. Sjáðu hvernig þetta virkar

Með Apple Watch smellirðu tvisvar á hliðartakkann og heldur síðan úrinu upp að kortalesaranum.

Greitt í öppum og á vefsíðum

Til að borga í öppum og á netsíðum í Safari-vafra í iPhone eða iPad velurðu Apple Pay við kassann og staðfestir greiðsluna með Face ID eða Touch ID.

Til að borga á netsíðum í Safari-vafra í Mac velurðu Apple Pay og staðfestir greiðsluna með iPhone eða Apple Watch. Á MacBook Pro framkvæmir þú greiðslu með því að nota Touch ID á skannanum.

Uppfæra greiðslukort

Hægt er að skrá langflest greiðslukort frá Landsbankanum í Apple Pay. Ef kortið þitt virkar ekki þarf mögulega að uppfæra það í snertilaust kort óháð því hvort það sé útrunnið eða ekki.

Uppfæra í snertilaust

Komdu í viðskipti

Þú getur skráð þig í viðskipti við Landsbankann á örfáum mínútum í Landsbankaappinu eða hér á vefnum

Gerast viðskiptavinur


Android-kortapp Landsbankans

Viðskiptavinir með síma með Android-stýrikerfi geta notað kortaapp Landsbankans til að greiða með símanum. Hægt er að geyma bæði debet- og kreditkortin í farsímanum og borgað með símanum um allan heim í posum sem bjóða snertilausa virkni. Þú finnur appið „Kort“ í Google Play Store.

Nánar um kortaapp Landsbankans


Hvar getur þú notað Apple Pay?

Þú getur notað Apple Pay í verslunum, öppum og á vefnum þar sem þú sérð annað af þessum táknum.

        

Öryggi

Greiðslukort Landsbankans eru alþjóðleg Visakort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Það sama gildir um Visakort sem skráð eru í Apple Pay. Þegar kortanúmer er skráð í Apple Pay verður til sýndarnúmer (token) sem eykur öryggi þegar greitt er með símanum/úrinu.