Útgreiðsla

Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri. Einnig má halda áfram að greiða viðbótarlífeyrissparnað eftir að úttekt hefst sem getur verið hagkvæmt vegna mótframlags launagreiðanda.

Útgreiðsla

Frjáls séreign er laus til útborgunar við 60 ára aldur.

Hægt er að sækja um útgreiðslu á sjóðfélagavefnum.

 

Umsóknir og skilmálar

Útgreiðsla vegna örorku

Ef starfsgeta skerðist vegna örorku er séreignarsparnaður (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) laus til útborgunar á 7 árum, miðað við 100% örorku. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist í hlutfalli við lækkun örorkuprósentu.

Útgreiðsla vegna fráfalls

Séreignarsparnaður (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður) erfist að fullu við fráfall eftir reglum erfðalaga. Með breytingum á lögum, sem tóku gildi í lok árs 2008, er heimilt að greiða séreignarsparnað að fullu til erfingja. Séreign er hjúskapareign og erfist að fullu skv. erfðalögum.


Skattlagning

Greiddur er almennur tekjuskattur af séreignarsparnaði við útgreiðslu, með sama hætti og af öðrum lífeyri. Þetta er vegna þess að framlag til séreignarsparnaðar er frádráttarbært frá skatti.

Ráðgjöf við útgreiðslu

Óski sjóðfélagi eftir að ávaxta lífeyri sinn á verðtryggðum innlánsreikningi getur verið hagkvæmt að geyma hann áfram á verðtryggðri Lífeyrisbók Landsbankans þar sem hann er ekki bundinn eftir 60 ára aldur.Erlendir ríkisborgarar - endurgreiðsla við flutning frá Íslandi

Aðilar með ríkisfang innan EES-svæðisins

Óheimilt er að greiða iðgjöld til erlendra ríkisborgara sem eru með ríkisfang innan EES-svæðisins, á þetta bæði við iðgjöld vegna lögbundins lífeyrissparnaðar og séreignarsparnaðar.

Lönd innan EES-svæðisins eru:

Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísland, Ítalía, Írland, Króatía, Kýpur (gríski hlutinn), Lichtenstein, Lúxemborg, Lettland, Litháen, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Hafi rétthafi átt ríkisfang innan EES-svæðisins á þeim tíma er greiðslur fóru fram, þá á viðkomandi ekki rétt til endurgreiðslu iðgjalda. Rétthafi með tvöfalt ríkisfang, annað innan EES svæðisins, á ekki rétt til endurgreiðslu iðgjalda.

Aðilar með bandarískt ríkisfang

Bandarískir ríkisborgarar eiga ekki rétt á endurgreiðslu iðgjalda vegna lögbundins iðgjalds sem rennur í samtryggingu eða bundna séreign. Bandarískir ríkisborgarar eiga rétt á endurgreiðslu iðgjalda sem renna í frjálsa séreign af lögbundnu iðgjalda og til endurgreiðslu iðgjalda sem renna til séreignarsparnaðar.

Ríkisborgar annarra landa en EES og Bandaríkjanna

Heimilt er að greiða iðgjöld vegna lögbundinna iðgjalda og iðgjalda til séreignarsparnaðar til aðila með ríkisfang utan EES og Bandaríkjanna.

Hefja má úttekt tveimur árum eftir fyrstu greiðslu iðgjalds.

Fylla þarf út útgreiðslubeiðni og skila inn meðfylgjandi gögnum:

Ef sjóðfélagi er að flytja frá Íslandi áður en að tvö ár eru liðin frá fyrstu greiðslu iðgjalds getur hann fyllt út umsókn, skilað inn gögnum og umsóknin er geymd þar til heimilt er að endurgreiða iðgjöldin.

Greiðslur til EES ríkisborgara og greiðslur á lögbundnum lífeyrissparnaði til bandarískra ríkisborgara

Þegar útgreiðsla getur hafist samkvæmt skilmálum tryggingarverndarinnar, geta ríkisborgarar innan EES og Bandaríkjanna snúið sér til tryggingastofnunar í heimalandi sem hefur milligöngu um greiðslu lífeyrisréttinda frá Íslandi. Viðkomandi stofnun sér síðan um að senda umsóknareyðublöð til Tryggingastofnunar ríkisins á Íslandi.


Enska

Foreign nationals - remittance upon emigration from Iceland

Pólska

Obywatele zagraniczni – zwrot wysokości składek w związku z przeniesieniem adresu zamieszkania z Islandii

Litháíska

Užsieniečiai - Lėšų pervedimas emigravus iš Islandijos