Ávöxtunarleiðir - viðbótarlífeyrissparnaður

 Ávöxtun lífeyrissparnaðar Landsbankans (nafnávöxtun %) - séreignarsparnaður: 31. ágúst 2020      
Ávöxtunarleiðir Íslenska lífeyrissjóðsins 1 ár 3 ár* 5 ár* 10 ár* 15 ár*
* Meðalávöxtun á ári til 31. ágúst 2020
Líf I: Séreign 13,7 11,1 8,7 9,2 8,0
Líf II: Séreign 13,0 10,3 8,3 8,4 7,5
Líf III: Séreign 11,9 9,7 8,0 7,6 6,7
Líf IV: Séreign 8,8 7,6 6,7 5,8 5,8
Lífeyrisbók Landsbankans
Verðtryggð 4,1 4,7 4,2 5,1 8,1
Óverðtryggð 2,7 3,1 3,6 3,7 6,4
Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf 21,1 16,4 7,9 7,5 9,6

Ávöxtunarleiðir séreignarsparnaðar Landsbankans

Landsbankinn býður upp á fjölbreyttar ávöxtunarleiðir fyrir séreignarsparnað (einnig nefndur viðbótarlífeyrissparnaður). Ávöxtunarleiðir innan Íslenska lífeyrissjóðsins eru fjórar en auk þeirra er boðið upp á Lífeyrisbók Landsbankans (verðtryggða og óverðtryggða) og Fjárvörslureikning Landsbankans, sem er safn erlendra verðbréfa.

Íslenski lífeyrissjóðurinn

Íslenski lífeyrissjóðurinn býður upp á fjórar ávöxtunarleiðir fyrir séreignarsparnað. Hver ávöxtunarleið tekur mið af aldri þess sem sparar en saman mynda þær Lífsbraut Íslenska lífeyrissjóðsins. Sjóðsfélagar færast sjálfkrafa á milli leiðanna Líf I, II, III og IV er þeir eldast.

Einblöðungur

Fjárfestingarstefna

Lífeyrisbók 

Verðtryggður eða óverðtryggður innlánsreikningur fyrir lífeyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Reikningarnir bera breytilega vexti.

Einblöðungur

Fjárfestingarstefna

Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf

Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf er fyrir þá sem vilja ráðstafa lífeyrissparnaði sínum í erlend verðbréf. Sveiflur í ávöxtun geta verið mjög miklar. Því hentar sjóðurinn þeim sem eiga langan tíma eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum og þeim sem eru meðvitaðir um að sveiflur geta verið töluverðar.

Með Lífeyrissparnaði - Erlendum verðbréfum er fjárfest í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.
Fyrst og fremst er fjárfest í verðbréfasjóðum. 

Markmið Lífeyrissparnaðs - Erlendra verðbréfa er að skapa vettvang til að nýta helstu styrkleika fremstu sjóðastýringarfyrirtækja heimsins til þess að ná hámarksávöxtun með mikilli  áhættudreiflngu.

Notast er við verðbréfasjóði frá 3-6 sjóðastýringarfyrirtækjum.

Einblöðungur

Fjárfestingarstefna