LTFÍ

Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands er opinn sjóður fyrir tannlækna og maka þeirra. Sjóðurinn var stofnaður 26. júlí 1959. Landsbankinn hefur séð um rekstur sjóðsins frá árinu 2004.

Kostir Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands

 • Býður uppá meiri og fjölbreyttari séreignaröflun en aðrir lögbundnir lífeyrissjóðir
 • Stendur vel undir öllum sínum skuldbindingum skv. tryggingafræðilegri úttekt
 • Hefur einsleitan og góðan sjóðfélagahóp; lítil örorka og löng vinnuævi
 • Sjóðurinn er eingöngu opinn tannlæknum og mökum þeirra
 • Stjórn öll kjörin af sjóðfélögum, allt tannlæknum, og því er aðgengi að stjórnarmönnum gott
 • Búið er að taka vel til í eignasafninu frá hruni og hefur ávöxtun verið mjög góð undanfarin ár
 • Flutningur yfir í Lífeyrissjóð Tannlækna er sjóðfélaganum að kostnaðarlausu

Fréttir og tilkynningar

Fundargerð ársfundar 2020

Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands var haldinn 3. júní 2020 sl. í Landsbankanum, Austurstræti.

Eldri fréttir

Umsókn um lífeyrissparnað hjá Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands

Stjórn

Í dag sitja fimm í stjórn lífeyrissjóðsins:

 • Sigurgísli Ingimarsson, formaður
 • Gísli Vilhjálmsson, varaformaður
 • Heiðdís Halldórsdóttir, ritari
 • Margrét Helgadóttir
 • Sæmundur Pálsson

Opinn / Lokaður

Sjóðurinn tekur við iðgjöldum og geta tannlæknar og makar þeirra greitt í sjóðinn.