Skyldulífeyrissparnaður

Lífeyrissparnaður er ein mikilvægasta eign okkar. Með lögbundnum lífeyrissparnaði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum ávinnur þú þér traustan ævilangan lífeyri og lífeyrissparnað í séreign. Þú nýtur einnig réttar til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.

Lífeyrissparnaður er grunnurinn að lífinu eftir starfslok

Skyldulífeyrissparnaður leggur grunninn að lífinu eftir starfslok með ævilöngum lífeyri. Hann tryggir ennfremur rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris.


Fá ráðgjöf


Umsókn um skyldulífeyrissparnað

Getur þú valið þinn lífeyrissjóð?

Launþegum, sem ekki eru bundnir af ákvæðum kjarasamninga eða laga, er frjálst að greiða skyldulífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins. Hjá Íslenska lífeyrissjóðnum fer hluti greiðslna í séreign sem tryggir sveigjanleika og fjárhagslegt sjálfstæði eftir starfslok.


Þú ákveður hversu mikið fer í séreign af þínum lífeyrissparnaði

Þeir sem greiða í Íslenska lífeyrissjóðinn greiða hluta af skyldulífeyrissparnaði sínum í séreign sem erfist og hluta í sameign sem tryggir þér lífeyrisgreiðslur út ævina. Um leið gefst þeim kostur á að velja ávöxtunarleið fyrir séreignarhlutann sem hentar hverjum og einum.


Samtrygging tryggir þér öruggar greiðslur út ævina

Sá hluti framlagsins sem þú greiðir í samtryggingarsjóð rennur í sameiginlegan sjóð og veitir þér lífeyrisréttindi í hlutfalli við það sem þú hefur greitt. Samtryggingin tryggir þér jafnar greiðslur til æviloka. Samtryggingarréttindi erfast ekki en þeim fylgja réttindi á borð við örorku-, maka- og barnalífeyri við örorku eða fráfall sjófélaga.


Þú ræður hvernig þú ráðstafar séreignarhlutanum

Sá hluti lífeyrisgreiðsla sem þú velur að leggja í séreign er þín persónulega eign. Þú getur hafið útgreiðslur við sextugt á séreigninni. Þannig geturðu til dæmis valið að taka út hærri upphæð mánaðarlega fyrstu árin eftir að þú lýkur störfum. Séreignarhlutinn erfist líkt og annar séreignarsparnaður.


Þú getur valið ólíkar ávöxtunarleiðir

Íslenski lífeyrissjóðurinn gefur sjóðfélögum kost á að velja ávöxtunarleiðir fyrir séreignarsparnaðarhlutann en þannig er hægt að velja hlutfallið milli áhættu og ávöxtunar. Þeim sem eldri eru hentar almennt minni áhætta. Aukin áhætta gefur almennt betri ávöxtun þeim sem hafa tíma til að þola sveiflur á mörkuðum, hún hentar því frekar þeim sem yngri eru og eiga eftir að greiða í langan tíma.


Við leggjum áherslu á trausta fjárfestingarstefnu

Íslenski lífeyrissjóðurinn leggur mikla áherslu á ábyrga og trausta fjárfestingarstefnu. Sjóðurinn hefur skilað stöðugri og góðri ávöxtun síðustu ár. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann og hvetjum við þig til að hafa samband við rágjafa okkar eða kynna þér lífeyrissparnað og aðrar sparnaðarleiðir sem í boði eru hjá Landsbankanum.Kostir Íslenska lífeyrissjóðsins

  • Samspil séreignar og samtryggingar
  • Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
  • Traust fjárfestingarstefna
  • Persónuleg ráðgjöf og þjónusta
  • Heildaryfirlit yfir stöðu þína í netbankanum

Skyldulífeyrissparnaður veitir þér

  • Lífeyri í séreign, laus við 60 ára aldur
  • Traustan ellilífeyri frá 70 ára aldri til æviloka
  • Örorkulífeyri
  • Makalífeyri við fráfall sjóðfélaga
  • Barnalífeyri við örorku eða fráfall sjóðfélaga