Íbúðalánavernd

Fjölskylda við sumarbústað

Fjár­hags­legt ör­yggi heim­il­is og fjöl­skyldu

Íbúðalánavernd

Ef þú ert með íbúðalán hjá Landsbankanum stendur þér til boða sérstök líftrygging í samstarfi við Sjóvá. Íbúðalánavernd er trygging sem stuðlar að fjárhagslegu öryggi fjölskyldu og aðstandenda ef lántaki fellur frá.

Fjölskylda við strönd

Trygging fyrir heimilið

Heimilið og fjölskyldan eru með því dýrmætasta sem við eigum. Öll gerum við ráð fyrir að lífið gangi fyrir sig án stórra áfalla, en þegar þau verða geta þau ekki aðeins haft áhrif á lífið heldur líka fjárhag heimilisins. Þess vegna er mikilvægt að skapa öryggisnet sem tekur við ef óvænt áföll bera að. Hefðbundnar tryggingar geta veitt mikilvægan stuðning þegar tekjutap verður en íbúðalánavernd er sérstaklega ætlað að lækka íbúðalán og þar með afborganir ef lántakandi fellur frá.

Fólk úti í náttúru við sumarbústað

Íbúðalánið er tryggt ef lántakandi fellur frá

Við fráfall lántakanda greiðast bætur Íbúðalánaverndar inn á íbúðarlánið. Íbúðalánavernd léttir því greiðslubyrði eftirlifandi aðstandanda í hlutfalli við fjárhæð tryggingarinnar og stuðlar þannig að því að þeir geti búið áfram á sama heimili þrátt fyrir breyttar aðstæður. Upphæð tryggingarinnar getur numið allt að 20 milljónum króna en iðgjöld fara eftir tryggingafjárhæð, aldri lántaka og hvort lántaki reyki.

Eiginleikar Íbúðalánaverndar

Skilmálar Íbúðalánaverndar Landsbankans eru aðgengilegir á vef Sjóvár.

Ef lántakandi fellur frá greiðast bætur Íbúðalánaverndar beint inn á íbúðalánið.
Í boði fyrir viðskiptavini sem eru með eða eru að taka íbúðalán hjá Landsbankanum.
Fyrir viðskiptavini á aldrinum 18 til 45 ára.
Fjárhæð líftryggingarinnar getur numið 4 til 20 milljónum króna.
Fjárhæð líftryggingarinnar fylgir vísitölu neysluverðs (verðtryggð).
Iðgjöld hækka með aldri vátryggingataka og eru breytileg eftir því hvort viðkomandi reykir eða ekki.
Þú ákveður verndina

Þú ákveður verndina

Dæmi til viðmiðunar. Einstætt 35 ára foreldri (reyklaust) greiðir 1.750 kr. á mánuði fyrsta árið fyrir Íbúðalánavernd sem greiðir upp heildarfjárhæð 15 milljón króna íbúðaláns hjá Landsbankanum við fráfall lántaka. Sambýlisfólk greiðir 2.000 kr. á mánuði fyrsta árið fyrir Íbúðalánavernd sem greiðir upp helming 20 milljón króna íbúðaláns hjá Landsbankanum við fráfall annars aðilans. Báðir lántakar eru þrítugir og reyklausir.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur