Yfirdráttur

Yfirdráttur

Traustir viðskiptavinir njóta sveigjanleika og geta sjálfir sótt um yfirdráttarheimild, hækkað, lækkað, framlengt og sagt upp heimildinni sinni hvort heldur sem er í netbanka einstaklinga eða Landsbankaappinu. Viðskiptavinir sjá strax hvert svigrúm þeirra er til að afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar.

Ef þörf er á fyrirgreiðslu umfram það sem unnt er að sækja um í netbankanum er hægt að hafa samband við þjónustuver bankans í síma 410 4000 eða útibú um land allt.

Yfirdráttarheimild er sveigjanlegt lánsform sem hentar vel til að mæta tímabundinni fjárþörf eða fjármagna skammtímasveiflur í útgjöldum heimilisins.

Lækkaðu yfirdráttinn

Lækkaðu yfirdráttinn er þjónusta sem Landsbankinn býður viðskiptavinum sem vilja losna við yfirdráttinn sinn. Veitt er skuldabréf á hagstæðari vöxtum sem sett er í viðráðanlegt niðurgreiðsluferli fyrir viðskiptavin.

Þinn ávinningur

  • Hagstæðari vaxtakjör
  • Skammtímaskuldirnar lækka markvisst
  • Vaxtakostnaðurinn lækkar

Hvernig virkar þjónustan?

Þú semur um að taka skuldabréf til lækkunar á skammtímaskuldum í næsta útibúi. Á móti veitir bankinn þér hagstæðari vaxtakjör en á hefðbundnu skammtímaláni. Hægt er að semja um að greiða niður hluta af láninu eða allt lánið. Hafðu samband við þitt útibú til að fá frekari upplýsingar.

Þú getur greitt inn á lánið hvenær sem er eða greitt upp lánið áður en samningstíminn er liðinn án nokkurs kostnaðar. Hámarksendurgreiðslutími er 48 mánuðir.

Greiða niður yfirdráttinn - hvað spara ég?