Traustir viðskiptavinir njóta sveigjanleika og geta sjálfir sótt um yfirdráttarheimild, hækkað, lækkað, framlengt og sagt upp heimildinni sinni hvort heldur sem er í farsímabankanum (l.is) og í netbanka einstaklinga. Viðskiptavinir sjá strax hvert svigrúm þeirra er til að afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar.
Ef þörf er á fyrirgreiðslu umfram það sem unnt er að sækja um í netbankanum er hægt að hafa samband við þjónustuver bankans í síma 410 4000 eða útibú um land allt.
Yfirdráttarheimild er sveigjanlegt lánsform sem hentar vel til að mæta tímabundinni fjárþörf eða fjármagna skammtímasveiflur í útgjöldum heimilisins.