Skammtímalán

Nýttu lánaheimildina eins og þér hentar

Traustir viðskiptavinir njóta sveigjanleika með lánaramma til að hækka eða lækka útlán sín í sjálfsafgreiðslu.

Lánaramminn er aðgengilegur í Landsbankaappinu undir lánavalmöguleikanum og sýnir hver heimild viðskiptavinar er til að taka lán í sjálfsafgreiðslu. Heimildin skiptist milli kreditkortaheimildar, yfirdráttarheimildar og annarra skammtímalána sem eru í niðurgreiðsluferli.

Viðskiptavinir sjá strax hvert svigrúm þeirra er til að afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar og geta sjálfir sótt um yfirdráttarheimild eða kreditkortaheimild, hækkað, lækkað, framlengt og sagt upp heimildinni sinni hvort heldur sem er í netbanka einstaklinga eða Landsbankaappinu.

Ef þörf er á fyrirgreiðslu umfram það sem unnt er að sækja um í Landsbankaappinu eða netbankanum er hægt að hafa samband við þjónustuver bankans í síma 410 4000 eða útibú um land allt.

Lánaramminn er misjafn og getur tekið breytingum milli mánaða. Hvað hægt er að gera í sjálfvirku ferli ræðst af sérsniðnu mati sem er endurskoðað um hver mánaðarmót með sjálfvirkum hætti fyrir hvern og einn. Sérsniðna matið tekur tillit til bæði fjárhags- og viðskiptasögu en sem dæmi þá hefur hófleg skuldsetning og sparnaður almennt jákvæð áhrif á matið en vanskil neikvæð. Til að viðhalda góðu mati er því mikilvægt að haga skuldsetningu í samræmi við greiðslugetu og greiða afborganir lána á tilskildum tíma.


Greiddu niður yfirdráttinn

Viðskiptavinir sem vilja greiða niður yfirdráttinn, í reglubundnu niðurgreiðsluferli, stendur til boða skuldabréfalán með viðráðanlegu niðurgreiðsluferli og á hagstæðum kjörum.

Þinn ávinningur:

  • Hagstæðari vaxtakjör
  • Skammtímaskuldirnar lækka markvisst
  • Vaxtakostnaður lækkar

Viðskiptavinir geta líka lækkað yfirdráttinn með einföldum hætti í netbankanum eftir því sem hentar hverju sinni.

Nánar

Kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval kreditkorta. Kortin hafa mismunandi eiginleika m.t.t. fríðinda, ferðatrygginga, greiðsluleiða og árgjalda og ættu allir að geta fundið kreditkort við sitt hæfi. 

Nánar

Skuldabréf

Hægt er að fá skuldabréfalán verðtryggð eða óverðtryggð. Óverðtryggð lán eru með lánstíma í allt að fimm ár en verðtryggð lán til lengri tíma en 5 ára. Skuldabréf geta verið án ábyrgðar eða með fasteigna eða bifreiðaveði og ráðast kjörin meðal annars af greiðsluhæfi og tegundum trygginga. Viðskiptavinir þurfa að standast lánshæfis- og greiðslugetumat.

Nánar