Lán með fasteignaveði

Lán með fasteignaveði

Kostir láns

Lán með fasteignaveði henta vel til kaupa, byggingar, endurfjármögnunar, eða framkvæmda á sumarhúsum og hesthúsum, eða kaupa á lóðum og frístundajörðum. Einnig henta þau til endurbóta eða framkvæmda á fasteignum.
Boðið er upp á  verðtryggð og óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum sem taka mið af veðsetningarhlutfalli. Lánstími er sveigjanlegur og ekkert uppgreiðslugjald er á láninu.

Lánstími

 • Lánstími á fasteignum getur verið allt að 30 ár.
 • Lánstími til kaupa á sumarhúsi, hesthúsi og frístundajörðum er allt að 15 ár.
 • Lágmarkstími verðtryggðra lána er 5 ár en getur verið skemmri ef lánið er óverðtryggt.

Vextir

 • Breytilegir vextir sem ráðast af veðsetningarhlutfalli.
 • Hægt er að velja milli verðtryggðra eða óverðtryggðra skuldabréfalána.
 • Vextir eru auglýstir í vaxtatöflu Landsbankans og má sjá hér til hliðar.

Lánsfjárhæð og veðhlutfall

 • Hámarksveðhlutfall getur verið allt að 70% af markaðsvirði fasteignar, þó aldrei hærra en sem nemur brunabótamati fasteignar að viðbættu lóðarmati.
 • Hámarksveðhlutfall getur verið allt að 60% af markaðsvirði sumarhúsa og hesthúsa.
 • Hámarksveðhlutfall getur verið allt að 50% af markaðsvirði lóða og frístundajarða.
 • Lágmarkslán er 500.000 krónur.

Afborganir

 • Lánin geta verið jafngreiðslulán (annuitet) eða með jöfnum afborgunum af höfuðstól.
 • Gjalddagar eru mánaðarlega eða á þriggja mánaða fresti og hægt er að velja dag mánaðar.

Gjöld

 • Þinglýsingargjald sem rennur til ríkissjóðs.
 • Lántökugjald, 52.500 kr. fyrir hverja lántöku.
 • Önnur gjöld samkvæmt verðskrá Landsbankans.
 • Ekkert uppgreiðslugjald.

Aðrar upplýsingar

Sæktu um

Reiknivél


Óverðtryggð skuldabréfalán
Veðhlutfall Vextir
0-30% 4,30%
31-50% 5,30%
51-70% 6,30%

Sækja um greiðslumat