Hvernig lán?

Fjölbreyttar leiðir í fjármögnun fasteigna

Lánshlutfall íbúðalána Landsbankans er allt að 85% af kaupverði eignar, 70% íbúðalán til allt að 40 ára óverðtryggð, 30 ára verðtryggð og 15% viðbótarlán til allt að 15 ára. Við fyrstu kaup er ekki innheimt lántökugjald.

Íbúðalán eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum. Í boði er einnig að taka íbúðalán þar sem hluti er verðtryggður og hluti óverðtryggður. Viðbótarlán er í boði óverðtryggt með breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum til 36 eða 60 mánaða.

Hámarksfjárhæð íbúðalána er 60 m.kr. Viðbótarlánin eru í boði þar að auki en ef heildar lánsfjárhæð er hærri en 50 m.kr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingarinnar.

Íbúðalánareiknivél

Samsetning láns
100%Óverðtryggt
0%Verðtryggt
Fyrsta greiðsla
38.611 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
7,49%
Útborguð upphæð að frádregnum kostnaði
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Greiðslur
Samtals greitt: 70.097.436 kr.
Kostnaður
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
50%Óverðtryggt
50%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 90.122.156 kr.
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
0%Óverðtryggt
100%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
 • Jafnar greiðslur
 • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 61.211.330 kr.
Lántökukostnaður: 523.300 kr.

Sækja um greiðslumatVerðtryggð íbúðalán 

Breytilegir vextir

 • Lægri greiðslubyrði.
 • Hægari eignamyndun.
 • Ekkert umframgreiðslugjald.
 • Uppsöfnun verðbóta á höfuðstól.

Nánar

Fastir vextir

 • Vextir fastir í 60 mánuði í senn.
 • Stöðug greiðslubyrði meðan vextir eru fastir.
 • Lægri greiðslubyrði.
 • Hægari eignamyndun  vegna uppsöfnunar verðbóta á höfuðstól.

Nánar

Verðtrygging - lægri greiðslubyrði en hægari eignamyndun

Kostur verðtryggðra lána er sá að vextir eru almennt lágir og greiðslubyrði lægri. Verðtryggð lán eru tengd verðbólgu sem þýðir að lánið hækkar, sérstaklega í upphafi lánstímans. Það hefur í för með sér hægari eignamyndun. 

Óverðtryggð íbúðalán

Breytilegir vextir

 • Hraðari endurgreiðsla.
 • Hraðari eignamyndun og engin uppsöfnun verðbóta.
 • Ekkert umframgreiðslugjald.
 • Hærri greiðslubyrði í upphafi.

Nánar

Fastir vextir

 • Vextir fastir í 36 eða 60 mánuði í senn.
 • Jöfn greiðslubyrði meðan vextir eru fastir.
 • Hraðari eignamyndun og engin uppsöfnun verðbóta.
 • Hægt að festa vexti aftur að fastvaxtatímabili loknu eða breyta í verðtryggt.

Nánar

Óverðtryggð lán flýta eignamyndun

Höfuðstóll óverðtryggðra lána er ekki bundinn við verðbólgu sem þýðir að lánið hækkar aldrei, heldur lækkar jafnt og þétt. Þetta skilar sér í hraðari eignamyndun og lægri afborgunum þegar líður á lánstímann.
Vextir af óverðtryggðum lánum eru hærri en af verðtryggðum og greiðslur geta því verið töluvert hærri í upphafi.

Aðrir möguleikar á fjármögnun

Blandað íbúðalán

 • Sameinar kosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
 • Hægt að festa vexti á hluta óverðtryggða lánsins.
 • Val um hlutfall sem hentar hverjum og einum.
 • Ekkert umframgreiðslugjald á þann hluta sem ber ekki fasta vexti.

Önnur lán

 • Vextir ráðast af veðsetningarhlutfalli.
 • Sveigjanlegur lánstími.
 • Ekkert umframgreiðslugjald.
 • Val um verðtryggð eða óverðtryggð skuldabréfalán.

Greiðslumat segir til um hve mikið þú getur greitt af íbúð

Tilgangurinn með greiðslumati er að sjá hversu mikið svigrúm þú hefur til að greiða af húsnæðislánum eftir að tekið hefur verið tillit til annarra útgjalda, s.s. vegna matarkaupa, reksturs bifreiðar, annarra lána og þess háttar. Gott er að hafa í huga að það er ekki endilega rétt að nýta svigrúmið sem greiðslumatið gefur til fulls. Þú vilt geta leyft þér fleira en að kaupa mat og borga af lánum.


Veldu lán í takt við þínar þarfir og markmið

Fólk hefur ólíkar þarfir og greiðslugetu. Þess vegna er mikilvægt að setjast niður og meta kostina sem eru í boði. Á vef Landsbankans er að finna reiknivélar þar sem hægt er að reikna út greiðslugetu, heildarafborganir og fleira. Einnig er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um þau lán sem bjóðast.