Endurfjármögnun

Hvers vegna að endurfjármagna?

Vextir og kjör íbúðalána breytast og því borgar sig að fylgjast vel með hvernig lánin þín standast samanburð við þau lán sem eru í boði á hverjum tíma. 

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hentugt er að endurfjármagna íbúðalánið; betri kjör, hraðari niðurgreiðsla eða lenging lánstíma. 

Það sem skiptir máli er að íbúðalánið þitt falli sem best að stöðu þinni og markmiðum á hverjum tíma.

Er endurfjármögnun skynsamlegur kostur fyrir mig?

Sækja um endurfjármögnun

Panta tíma

Íbúðalánareiknivél

Samsetning láns
100%Óverðtryggt
0%Verðtryggt
Fyrsta greiðsla
38.611 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
7,49%
Útborguð upphæð að frádregnum kostnaði
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Greiðslur
Samtals greitt: 70.097.436 kr.
Kostnaður
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
50%Óverðtryggt
50%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 90.122.156 kr.
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
0%Óverðtryggt
100%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 61.211.330 kr.
Lántökukostnaður: 523.300 kr.

Hvaða möguleikar eru í boði?

Viðskiptavinum standa til boða ýmsar leiðir við endurfjármögnun íbúðalána.

Íbúðalán Landsbankans eru í boði óverðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum og verðtryggð með föstum eða breytilegum vöxtum. Einnig er í boði að taka blandað íbúðalán þar sem hluti er verðtryggður og hluti óverðtryggður.

Hámarksveðsetning við endurfjármögnun getur verið allt að 70% af fasteignamati eignar.


Lægri vextir og lengri lánstími lækka greiðslubyrðina

Ef þú vilt lækka greiðslubyrðina er mögulegt að gera það með því að breyta láninu þínu.

Lægri vextir lækka greiðslubyrðina en ólíkar tegundir lána hafa líka ólík áhrif á greiðslubyrði. Greiðslur af verðtryggðum lánum eru t.d. lægri í upphafi lánstíma en greiðslur af óverðtryggðum lánum.

Þú getur líka lengt lánstímann en mikilvægt er að hafa í huga að lengra lán hækkar kostnað til lengri tíma litið.


Er uppgreiðslugjald á láninu?

Áður en þú tekur ákvörðun um að endurfjármagna lánið þitt þarftu að vita hvort uppgreiðslugjald er á láninu. Slíkt gjald getur haft áhrif á hvort hagstætt er að breyta láninu.

Uppgreiðslugjöld eru misjöfn eftir lánastofnunum. Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við að reikna út hvaða áhrif uppgreiðslugjaldið hefur á lánið þitt.

Í reiknivélum Landsbankans getur þú reiknað út greiðslubyrði ólíkra tegunda íbúðalána. Auðvelt er að bera saman lánakosti.