Greiðslumat

Greiðslumat er góð leið til að átta sig á núverandi fjárhagsstöðu og er jafnframt oft á tíðum forsenda fyrir lánveitingu.

Greiðslumat gefur til kynna greiðslugetu þína

Greiðslumat segir til um hversu mikið þú getur greitt af nýju láni. Greiðslumat byggir fyrst og fremst á því að skoða regluleg útgjöld þín, núverandi skuldir og tekjur og meta þannig svigrúmið sem þú hefur til frekari reglulegra útgjalda. Með greiðslumati færðu skýra mynd af því hver greiðslugeta þín er og þar með hversu hátt lán þú getur tekið.


Hámarksverð t.d. fasteignar eða bifreiðar má svo reikna með tilliti til þess hversu mikið þú getur greitt í útborgun og hversu hátt lán þú getur og vilt taka. 

Gildistími greiðslumats er 6 mánuðir og skulu gögn til grundvallar greiðslumati ekki vera eldri en mánaðargömul.

Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu

 

Til þess að hefja ferlið þarftu að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun m.a. hjá CreditInfo og RSK en gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið. Hjón og sambúðarfólk eru greiðslumetin saman fyrir sameiginlegri lántöku og því þurfa báðir aðilar að hafa rafræn skilríki.

Nánar um rafræn skilríki

Viðmót greiðslumatsins leiðir þig í gegn um ferlið, í mörgum tilvikum þarf ekki að útvega nein frekari gögn en í greiðslumatinu er gefinn kostur á því að breyta upplýsingum þar sem þörf getur verið á.

Einnig er hægt að sækja um greiðslumat í næsta útibúi, án rafrænna skilríkja, en þá þarf að skila inn eftirfarandi gögnum sem nauðsynleg eru til þess að meta greiðslugetu vegna fasteignaviðskipta eða bifreiðakaupa.

Gögn fyrir greiðslumat

Greiðslumat er fyrsta skrefið að fasteignakaupum

Eftir að þú hefur lokið greiðslumati á netinu og veist hversu mikið þú getur greitt af íbúðaláni, eða hversu dýra eign þú getur mögulega keypt, getur þú sótt um íbúðalán hjá bankanum.

Landsbankinn lánar allt að 85% af kaupverði fasteignar og býður fjölbreytta valkosti í íbúðalánum sem henta ólíkum þörfum og markmiðum viðskiptavina.

Íbúðalánareiknivél

Samsetning láns
100%Óverðtryggt
0%Verðtryggt
Fyrsta greiðsla
38.611 kr.
Árleg hlutfallstala kostnaðar
7,49%
Útborguð upphæð að frádregnum kostnaði
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Greiðslur
Samtals greitt: 70.097.436 kr.
Kostnaður
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
50%Óverðtryggt
50%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán óv.
40 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 90.122.156 kr.
Lántökukostnaður: 261.650 kr.
0%Óverðtryggt
100%Verðtryggt
38.611 kr.
7,49%
23.750.200 kr.
Grunnlán vt.
30 ár
Jafnar greiðslur
  • Jafnar greiðslur
  • Jafnar afborganir
Viðbótarlán óvt.
15 ár
Jafnar afborganir
Samtals greitt: 61.211.330 kr.
Lántökukostnaður: 523.300 kr.

Þarf ég greiðslumat við bifreiðakaup?

Ef fjárhæð láns fer yfir 2.200.000 króna fyrir einstakling þarf greiðslumat og ef fjárhæð láns fer yfir 4.400.000 króna þegar um hjón eða sambúðarfólk er að ræða þarf greiðslumat.


 

 

Reiknivél

Kaupverð
Innborgun
Samningstími í mánuðum
Upphæð
2.000.000
Lánshlutfall
80%
Samningsupphæð
2.086.560 kr.
Kostnaður
86.560 kr.
Útborguð upphæð
2.000.000 kr.
Sundurliðun kostnaðar
Stofnkostnaður (%)70.560 kr.
Umsýslugjald söluaðila
Vextir (óverðtryggðir) 9,65%
Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,70%
Mánaðarleg greiðsla
34.443
Greiðsla Gjalddagi Afborgun Vextir Kostnaður* Samtals greitt Eftirstöðvar