Framkvæmdalán

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt lán til íbúðakaupa, nýbyggingar, endurbóta á húsnæði eða endurfjármögnunar.

Framkvæmdalán vegna nýbygginga

Framkvæmdalán vegna nýbygginga eru fyrir þá viðskiptavini Landsbankans sem vantar fjármagn til að koma húsnæði sínu á það byggingarstig að heimilt sé að veðsetja eignina.

Lánað er til nýbygginga á virkum markaðssvæðum samkvæmt skilgreiningu bankans. Tekið er allsherjarveð í eigninni sem verið er að byggja. Við fokheldi er mögulegt að breyta láninu í verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán.

Fyrir hverja?

Lánin henta húsbyggjendum sem vilja fjármagna lóðakaup og byggingarframkvæmdir með einföldum hætti.

Ef umsækjandi á fasteign fyrir og veðrými leyfir getur hann fengið verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán á hana og flutt lánið svo á nýju eignina þegar veðrými myndast á henni.

Lánsupphæð

  • Hámarkslán er 70% af áætluðum byggingarkostnaði, þar með talið lóðaverði þar sem það á við.

Vextir

  • Breytilegir, óverðtryggðir vextir yfirdráttarlána.