Landsbankinn vill leggja sitt af mörkum til að gera vistvæna bíla að góðum kosti við bílakaup. Þess vegna bjóðum við viðskiptavinum lægra lántökugjald eða fellum lántökugjaldið niður við fjármögnun á bílum sem skilgreindir eru sem vistvænir.
Viðskiptavinir sem fjármagna kaup á bílum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni greiða engin lántökugjöld.
Viðskiptavinir sem fjármagna kaup á bílum sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum greiða einungis hálft lántökugjald.
Bílar sem teljast vistvænir valda minni útblæstri og hafa því síður slæm áhrif á umhverfið. Bílar knúnir jarðefnaeldsneyti eiga stóran þátt í auknu magni gróðurhúsalofttegunda á jörðinni. Vistvænir bílar eru líka undantekningalítið mun hagkvæmari í rekstri, þeir nota ýmist ódýrari orkugjafa eða eyða minna. Þar fyrir utan njóta eigendur þeirra ávinnings á borð við lægri bifreiðagjöld og gjaldfrjáls bílastæði.
Vistvænir bílar eru fólksbílar til einkanota sem knúnir eru áfram af umhverfisvænum orkugjöfum. Bílar sem falla undir þá skilgreiningu ganga eingöngu fyrir bensín/metan, dísel/metan, bensín/rafmagn eða dísel/rafmagn. Rafbílar teljast fólksbílar til einkanota sem ganga eingöngu fyrir rafmagni.
Landsbankinn hefur sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og starfshættir hans eiga að endurspegla ábyrgð í samfélags-, umhverfis- og efnahagsmálum. Hluti af því er að bjóða þeim sem kaupa vistvæna bíla hagstæðari fjármögnun og þannig tvinna saman umhverfissjónarmið og hagstæðari kjör við bílafjármögnun.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.