Fjármögnunarleiðir


Bílalán

Með bílaláni ert þú skráður eigandi bílsins frá upphafi. Um er að ræða veðskuldabréf þar sem Landsbankinn er á fyrsta veðrétti. Bæði eru í boði jafnar greiðslur og jafnar afborganir þar sem greiðslur lækka eftir því sem líður á lánstímann.


Bílasamningur

Með bílasamningi er gerður samningur milli lántaka og Landsbankans um kaup á bíl. Landsbankinn er þá skráður eigandi út samningstímann. Bílasamningar eru í boði óverðtryggðir á föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina eða á breytilegum vöxtum allan lánstímann.


Hver er munurinn á bílasamningum og bílalánum?

Munurinn á fjármögnunarleiðunum bílasamningi og bílaláni felst í eignarhaldi á samningstímanum og gjöldum við lántöku. Í báðum tilfellum eru í boði óverðtryggðar fjármögnunarleiðir.

 

Samanburður á bílafjármögnun
Bílasamningur Bílalán
Hve mikið er fjármagnað? Allt að 80% Allt að 80%
Hvað er fjármagnað? Nýir og notaðir bílar.
Nýir og notaðir bílar.
Lánstími / lengd samnings Allt að 7 ár fyrir nýja bíla.
Allt að 7 ár fyrir notaða bíla (aldur bíls á lánstíma má að hámarki vera 12 ár).
Allt að 7 ár fyrir nýja bíla.
Allt að 7 ár fyrir notaða bíla (aldur bíls á lánstíma má að hámarki vera 12 ár).
Skráður eigandi Landsbankinn Viðskiptavinur
Skattalegur eigandi Viðskiptavinur Viðskiptavinur
Greiðslur Jafnar mánaðarlegar greiðslur (annuitet). Jafnar mánaðarlegar greiðslur eða jafnar afborganir (greiðslu lækka eftir sem líður á lánstímann).
Mynt Íslenskar krónur Íslenskar krónur
Kostnaður Breytilegir vextir / Fastir vextir
Stofngjald
Greiðslugjald (mánaðarlega)
Lokagjald
Breytilegir vextir
Lántökugjald
Þinglýsingargjald
Greiðslugjald (mánaðarlega)
Hvað gerist í lokin? Þú eignast bílinn. Veði er létt af bílnum þínum.

Skipt um ökutæki á lánstímanum

Það er auðvelt að skipta um ökutæki á lánstímanum. Við bjóðum þrjár leiðir:

Sameiningarsamningur: Þú getur fengið viðbótarfjármögnun með minni tilkostnaði ef gert er nýtt lán/samningur.

Tækjaskipti: Þú flytur lánið/samninginn einfaldlega yfir á nýja ökutækið. Kostnaðurinn er skv. verðskrá Landsbankans á hverjum tíma.

Uppgreiðsla: Þú getur greitt upp lánið/samninginn án nokkurs aukakostnaðar.